Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 13:35
Elvar Geir Magnússon
Staðan á okkar mönnum - Hverjir koma heitir í verkefnið?
Icelandair
Ragnar Sigurðsson er fyrirliði Rostov.
Ragnar Sigurðsson er fyrirliði Rostov.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi er kominn í byrjunarlið PAOK.
Sverrir Ingi er kominn í byrjunarlið PAOK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi verður fyrirliði gegn Tyrkjum.
Gylfi verður fyrirliði gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi átti mjög gott tímabil með Malmö.
Arnór Ingvi átti mjög gott tímabil með Malmö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson er að gera góða hluti í Danaveldi.
Mikael Anderson er að gera góða hluti í Danaveldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

Hér má sjá samantekt yfir gang mála hjá okkar strákum í aðdraganda þessara landsleikja.

Markverðir:

Hannes Halldórsson - Valur
Lék með Val síðasta sumar en Pepsi Max-deildinni lauk í lok september. Hann æfði í Danmörku í aðdraganda þessara landsleikja.

Ögmundur Kristinsson - Larissa
Lykilmaður AE Larissa í gríska boltanum. Var valinn leikmaður ársins hjá félaginu á síðasta tímabili.

Ingvar Jónsson - Viborg
Kallaður inn í hópinn vegna meiðsla. Ingvar er á förum frá danska félaginu Viborg um áramót þegar samningur hans rennur út en hann hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska boltann.

Varnarmenn:

Ari Freyr Skúlason - Oostende
Fastamaður í vinstri bakverði Oostende sem er í 14. sæti af 16 liðum í belgísku úrvalsdeildinni.

Hörður Björgvin Magnússon - CSKA Moskva
Hefur leikið fantavel í vörn CSKA Moskvu sem er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar. Liðið spilar þriggja miðvarða kerfi með Hörð innanborðs.

Ragnar Sigurðsson - Rostov
Fyrirliði Rostov sem er í þriðja sæti rússnesku deildarinnar. Spilaði 90 mínútur um helgina en hafði misst af þremur leikjum vegna meiðsla.

Kári Árnason - Víkingur
Varð bikarmeistari með Víkingum í sumar en en Pepsi Max-deildinni lauk í lok september. Hann ku hafa æft á enskri grundu í aðdraganda þessara landsleikja.

Hjörtur Hermannsson - Bröndby
Orðinn fastamaður að nýju í vörn Bröndby en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sverrir Ingi Ingason - PAOK
Eftir að hafa byrjað tímabilið á bekknum hefur Sverrir verið í byrjunarliði PAOK síðustu fjóra leiki. PAOK er í öðru sæti grísku deildarinnar, tveimur stigum frá Olympiakos sem er á toppnum.

Jón Guðni Fjóluson - Krasnodar
Hefur verið inn og út úr liðinu hjá Krasnodar í Rússlandi og talað um að hann gæti verið seldur. Krasnodar er í fimmta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar.

Guðlaugur Victor Pálsson - Darmstadt
Fastamaður á miðju Darmstadt sem er í 13. sæti af 18 liðum þýsku B-deildarinnar. Leysti hægri bakvörðinn fyrir landsliðið í síðasta glugga.

Hólmar Örn Eyjólfsson - Levski Sofia
Kallaður inn í hópinn vegna meiðsla Rúnars Más Sigurjónssonar. Fastamaður í vörn Levski Sofia sem er í þriðja sæti í búlgörsku úrvalsdeildinni. Hefur skorað þrjú skallamörk á tímabilinu.

Miðjumenn:

Gylfi Þór Sigurðsson - Everton
Fyrirliði Íslands í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar. Everton hefur verið vel undir væntingum og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa verið á bekknum leikinn á undan var Gylfi í byrjunarliðinu í sigri gegn Southampton á laugardag og lék vel.

Birkir Bjarnason - Al-Arabi
Samdi við Al-Arabi í Katar út árið og leikur þar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur hægst á stigasöfnun liðsins og það komið í fimmta sæti.

Arnór Sigurðsson - CSKA Moskva
Með tvö mörk í tólf leikjum fyrir CSKA Moskvu sem er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar. Skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í síðasta glugga, í 2-0 sigrinum gegn Andorra.

Arnór Ingvi Traustason - Malmö
Lykilmaður hjá Malmö sem missti af sænska meistaratitlinum í lokaumferðinni. Vitað er af áhuga annarra félaga á Arnóri en Malmö vill ekki missa hann.

Samúel Kári Friðjónsson - Valerenga
Átti fast sæti í byrjunarliði Viking á liðnu tímabili en liðið hafnaði í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Var á láni frá Valerenga.

Mikael Anderson - Midtjylland
Er með fjögur mörk í fimmtán leikjum í dönsku úrvalsdeildinni. Hefur leikið virkilega vel en Midtjylland náði sjö stiga forystu með því að vinna FCK um helgina.

Aron Elís Þrándarson - Álasund
Hjálpaði Álasundi að komast upp í efstu deild Noregs en hyggst yfirgefa félagið um áramótin.

Sóknarmenn:

Alfreð Finnbogason - Augsburg
Kominn með tvö mörk í níu leikjum með Augsburg, fyrra markið kom í 2-2 jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Viðar Örn Kjartansson - Rubin Kazan
Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fjórtán deildarleikjum á leiktíðinni. Það mark kom í lok júlí. Rubin er í þrettánda sæti af sextán liðum í rússnesku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn Sigþórsson - AIK
Jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen í síðasta landsleikjaglugga. Skoraði þrjú mörk í sautján leikjum í sænsku deildinni þar sem AIK endaði í fjórða sæti.

Jón Daði Böðvarsson - Millwall
Hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir Millwall og á eftir að skora fyrir liðið í Championship-deildinni. er þó kominn með tvö bikarmörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner