Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Pellegrini ekki í hættu þrátt fyrir skelfilegt gengi West Ham
Mynd: Getty Images
BBC segir frá því í dag að Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, eigi ekki á hættu að missa starfið á næstunni þrátt fyrir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu.

Hamrarnir steinlágu 3-0 gegn Burnley um helgina og hafa nú leikið sjö leiki í röð í öllum keppnum án sigurs.

West Ham byrjaði tímabilið vel og var nálægt topp sex en upp á síðkastið hefur lítið gengið.

Eftir tapið gegn Burnley um helgina er West Ham í 16. sæti en næsti leikur liðsins er gegn Tottenham eftir landsleikjahléið.
Athugasemdir
banner
banner