Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. desember 2018 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool og Tottenham komust áfram
Liverpool er komið í 16-liða úrslit.
Liverpool er komið í 16-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Alisson átti frábæra vörslu undir lokin.
Alisson átti frábæra vörslu undir lokin.
Mynd: Getty Images
Tottenham náði í jafntefli gegn Barcelona og er komið í 16-liða úrslit.
Tottenham náði í jafntefli gegn Barcelona og er komið í 16-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Tottenham eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir leiki kvöldsins. Lokaumferð riðla A, B, C og D fóru fram í dag og í kvöld.

Liverpool mætti Napoli og þurfti að vinna, annað hvort 1-0 eða þá með tveimur mörkum. Svo fór að Liverpool vann 1-0 með sigurmarki frá Mohamed Salah í fyrri hálfleik.

Liverpool var sterkari aðilinn og átti sigurinn skilið en lærisveinar Jurgen Klopp mega samt sem áður telja sig heppna eftir dauðafærið sem Napoli fékk undir lokin. Alisson Becker í marki Liverpool varði þá frábærlega. Hann er hetja kvöldsins.

Liverpool endar í öðru sæti C-riðils eftir mikla dramatík. PSG vinnur riðilinn með 4-1 sigri á Rauðu stjörnunni í kvöld. Napoli fer í Evróudeildina.

Frábært kvöld fyrir Liverpool á Anfield!


Tottenham komst líka áfram
Fyrir kvöldið hefðu ekki margir búist við því að bæði Liverpool og Tottenham myndu komast áfram en sú varð raunin. Tottenham gerði jafntefli gegn Barcelona. Ousmane Dembele kom Bacelona yfir á sjöundu mínútu með frábæru marki en Tottenham jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Lucas Moura, sem hafði komið inn á sem varamaður, jafnaði.

Dramatík en Tottenham þurfti að treysta á það að Inter myndi ekki vinna PSV. Svo fór að Inter og PSV gerðu 1-1 jafntefli á Ítalíu og því fer Tottenham áfram og Inter í Evrópudeildina.


Þvílík dramatík. Það verða fjögur ensk lið í 16-liða úrslitunum; Liverpool, Tottenham, Manchester City og Manchester United. Liverpool og Tottenham enda í öðru sæti í sínum riðlum og munu því fá lið sem vinnur sinn riðil í 16-liða úrslitunum.

Hin úrslit kvöldsins:
Borussia Dortmund vann þægilegan útisigur á Mónakó og vinnur A-riðil þar sem Atletico Madrid gerði markalaust jafntefli við Club Brugge á sama tíma. Club Brugge fer í Evrópudeildina.

Þá vann PSG 4-1 sigur á Rauðu stjörnunni eins og áður kemur fram. PSG vinnur C-riðil, riðil Liverpool og Napoli.

Liðin sem eru komin áfram í 16-liða úrslit: Dortmund, Atletico Madrid, Barcelona, Tottenham, PSG, Liverpool, Porto, Schalke, Bayern München, Ajax, Manchester City, Real Madrid, Roma, Juventus, Manchester United.

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Sigrar sem breyttu litlu máli

Úrslit kvöldsins:
A-riðill
Club Brugge 0 - 0 Atletico Madrid

Mónakó 0 - 2 Dortmund
0-1 Raphael Guerreiro ('15 )
0-2 Raphael Guerreiro ('88 )

B-riðill
Barcelona 1 - 1 Tottenham
1-0 Ousmane Dembele ('7 )
1-1 Lucas Moura ('85 )

Inter 1 - 1 PSV
0-1 Hirving Lozano ('13 )
1-1 Mauro Icardi ('73 )

C-riðill
Liverpool 1 - 0 Napoli
1-0 Mohamed Salah ('34 )

Crvena Zvezda 1 - 4 Paris Saint Germain
0-1 Edinson Cavani ('9 )
0-2 Neymar ('40 )
1-2 Marko Gobeljic ('56 )
1-3 Marquinhos ('74 )
1-4 Kylian Mbappe ('90 )

D-riðill
Galatasaray 2 - 3 Porto
0-1 Felipe ('17 )
0-2 Moussa Marega ('42 , víti)
1-2 Sofiane Feghouli ('45 , víti)
1-3 Sergio Oliveira ('57 )
2-3 Eren Derdiyok ('65 )
2-3 Sofiane Feghouli ('67 , Misnotað víti)

Schalke 04 1 - 0 Lokomotiv
1-0 Alessandro Schopf ('90 )
Athugasemdir
banner
banner