Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 12:23
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Svona er ótímabæra Lengjuspáin - Afturelding upp og ÍBV utan umspils
Lengjudeildin
Stuðningsmenn Aftureldingar.
Stuðningsmenn Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla
Keflavík er spáð 2. sæti.
Keflavík er spáð 2. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var ótímabæra spáin fyrir Lengjudeildina opinberuð. Baldvin Már Borgarsson sérfræðingur þáttarins mætti í hljóðver og skoðaði liðin.

Lengjudeild karla fer af stað 3. maí og er þetta annað árið með nýja fyrirkomulaginu þar sem aðeins efsta liðið kemst beint upp. Liðin í sætum 2-4 fara svo í umspil sem lýkur með 50 milljóna króna leiknum, úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Baldvin spáir því að Afturelding nái að sleikja sárin frá síðasta sumri og vinni deildina í ár. Í undanúrslitum umspilsins mætist Keflavík og Fjölnir annars vegar og í hinum leiknum Leiknir og Þór.

Áhugavert er að hann spáir ÍBV fyrir utan umspilið, í sjötta sætinu. Nýliðarnir ÍR og Dalvík/Reynir fara beint aftur niður í 2. deildina ef ótímabæra spáin rætist.

Ótímabæra Lengjudeildarspáin
1. Afturelding
2. Keflavík
3. Leiknir
4. Þór
5. Fjölnir
6. ÍBV
7. Grindavík
8. Þróttur
9. Njarðvík
10. Grótta
11. ÍR
12. Dalvík/Reynir
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og formannsefnin fara yfir stóru málin
Athugasemdir
banner
banner
banner