„Þetta var algjörlega hræðileg frammistaða. Það var virkilega niðurdrepandi að sjá hvernig leikmenn spiluðu í kvöld," segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Stjarnan vann 6-0 sigur gegn Þrótturum í Pepsi-deildinni í kvöld. Stjarnan braut ísinn eftir 9 sekúndur og nokkrum mínútum síðar meiddist lykilmaður Þróttara, Emil Atlason, illa.
Stjarnan vann 6-0 sigur gegn Þrótturum í Pepsi-deildinni í kvöld. Stjarnan braut ísinn eftir 9 sekúndur og nokkrum mínútum síðar meiddist lykilmaður Þróttara, Emil Atlason, illa.
Lestu um leikinn: Stjarnan 6 - 0 Þróttur R.
„Það hafði klárlega áhrif. Við fengum á okkur mark eftir nokkrar sekúndur og svo koma þessi hræðilegu meiðsli. Þetta var skelfilegur dagur. Ég ætla ekki að afsaka leikmenn fyrir þeirra frammistöðu í leiknum því þetta var óafsakanlegt en þessi kafli hafði mikil áhrif á leikinn."
Félagaskiptaglugganum verður lokað á sunnudag. Ætlar Gregg að fá inn nýja menn?
„Ég er ekki byrjaður að hugsa um það enn."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Hrikalegir tveir dagar fyrir minn mann Gregg Ryder. Newcastle féll í gær og 6-0 tap í dag. #fotboltinet
— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) May 12, 2016
Athugasemdir























