Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. maí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi horfir á The Last Dance og Zlatan nýtur þess einnig
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, deildi því í dag hvað hann hefur verið að gera í útgöngubanninu í Bretlandi.

Everton bað Gylfa um að segja frá því hvað hann hefur verið að hlusta á, hvað mynd og þáttaröð hann hefur verið að horfa, og hvaða bók hann hefur verið að lesa.

Gylfi hefur verið að hlusta á hlaðvarp grínistans Ricky Gervais, lesa Billions to Bust and Back eftir Björgólf Thor Björgólfsson og svo hefur hann verið að horfa á bíómyndina The Irishman og þættina The Last Dance.

Þættirnir The Last Dance eru mjög vinsælir þessa dagana, en þeir fjalla um gullaldarár Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður AC Milan, hefur einnig verið að horfa og haft gaman að ef miða má við það sem hann hefur sagt á samfélagsmiðlum.

„Núna sjáið þið hvernig er að spila með sigurvegara. Annað hvort líkar þér það eða ekki. Ef ekki, þá ekki spila leikinn," skrifar Zlatan og er þar að tala um Michael Jordan.



Athugasemdir
banner