Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. júní 2021 13:30
Victor Pálsson
Bað liðsfélaga um treyju Modric
Mynd: Getty Images
Mason Mount, leikmaður Chelsea, bað liðsfélaga sinn Mateo Kovacic um að redda treyju Luka Modric en þeir síðarnefndu eru samherjar í króatíska landsliðinu.

Mount er enskur landsliðsmaður í dag en hann mun mæta Modric í þriðja sinn á tímabilinu á morgun er England spilar við Króatíu á EM.

Fyrr í sumar þá spilaði Chelsea tvisvar við Real Madrid, lið Modric, í Meistaradeildinni og vann þá viðureign. Chelsea fór alla leið og sigraði keppnina.

Mount bað Kovacic um að ræða við Modric fyrir leikinn í Meistaradeildinni og vildi mikið fá treyju leikmannsins sem hann lítur upp til. Modric er fyrrum leikmaður Tottenham og þekkir því vel til Englands.

„Hún er heima ásamt nokkrum öðrum treyjum. Það er alltaf gott að halda í þessar sérstöku treyjur," sagði Mount um treyjuna.

„Ég ræddi við Kovacic fyrir fyrri leikinn og spurði hvort ég gæti fengið treyjuna. Það gekk upp og svo spurði hann um mína treyju í seinni leiknum því ég gaf honum hana ekki í fyrri viðureigninni."

„Kova sagði við mig að hann væri hrifinn af því að skiptast á treyjum og þess vegna kom hann upp að mér og bað um treyjuna."

„Það var frábært fyrir mig og augljóslega að fá að tala við hann og að hann hafi beðið um treyjuna mína."
Athugasemdir
banner
banner
banner