Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   mið 12. júní 2024 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Thiago Motta tekinn við Juventus (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Juventus er búið að staðfesta ráðningu á Thiago Motta sem nýjum aðalþjálfara félagsins á þriggja ára samningi.

Tilkynningin kemur tæpum mánuði eftir að Max Allegri var rekinn úr þjálfarastólnum. Reiðiskast sem Allegri tók í úrslitaleik ítalska bikarsins, þar sem Juventus bar þó sigur úr býtum gegn Atalanta, fyllti mælinn hjá stjórnendum Juve sem ákváðu að reka þjálfarann beint í kjölfarið.

Motta er 41 árs gamall og lék meðal annars fyrir Barcelona, Inter og PSG á ferli sínum sem leikmaður - auk þess að spila 30 landsleiki fyrir Ítalíu.

Hann þótti gríðarlega efnilegur þjálfari hjá U19 liði PSG og hefur síðan þá starfað sem aðalþjálfari hjá Genoa, Spezia og Bologna í ítalska boltanum.

Motta gerði sérstaklega góða hluti við stjórnvölinn hjá Bologna á tveimur árum þar og var einn af eftirsóttustu þjálfurum á Ítalíu fyrir sumarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner