Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 12. júlí 2020 19:05
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Menn þurftu virkilega að hlaupa
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Keflvíkingar unnu mikin varnarsigur á Þór þegar Akureyrarliðið var í heimsókn á Nettóvellinum í dag en lokatölur urðu 2-1 fyrir Keflavík.
Heimamenn hófu leikinn af krafti og voru komnir í 2-0 eftir 28 mínútur, skömmu síðar fékk Frans Elvarsson að líta sitt annað gula og þar með rautt. Þórsarar minnkuðu munin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik og á 82. mínútu fékk Kian Williams sitt annað gula spjald og rautt fyrir vikið. Þór tókst ekki að nýta sér liðsmuninn frekar og sigur Keflavíkur því staðreynd. Eysteinn Húni Hauksson annar af þjálfurum Keflavíkur ræddi við fréttaritara eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

„Menn þurftu virkilega að hlaupa og við veltum fyrir okkur þegar menn gáfu allt í þetta hvort við ættum að skipta en okkur fannst vera góð tenging í liðinu og vildum ekki setja of marga kalda inn í þessar aðstæður og við erum mjög stoltir af liðinu hvernig þeir kláruðu sitt fag í dag þótt það hafi oft staðið naumt.“
Sagði Eysteinn um vinnusemi og dugnað síns liðs sem öðru fremur skóp þennan sigur þeirra í dag.

Það má alveg segja að lukkan hafi verið með Keflavík í liði í dag en jafnframt má halda því fram að menn skapi sína eigin lukku i knattspyrnu með vinnusemi og baráttu.

„Já ég er sammála því og ég held að við höfum ekki átt síðri færi eftir að við urðum manni færri taldi það ekkert nákvæmlega en við fengum frábær færi rétt fyrir framan markið allavega tvisvar þannig að ég tel að þetta hafi bara verið sanngjarn sigur.“

Frans Elvarsson og Kian Williams sneru aftur í lið Keflavíkur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðustu vikur. Báðir þessir leikmenn eru Keflavík mikilvægir en Keflavík verður án þeirra í næstu umferð þar sem báðir fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Um rauðu spjöldin sagði Eysteinn

„Þeir eiga að gera betur klárlega. Ég held að ég láti þau orð bara duga.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner