Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 12. júlí 2021 22:23
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Þetta er Ghetto ground
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði í kvöld og var frábær í liði Leiknis í kvöld. Hversu mikilvægur var þessi sigur?

„Hann var rosalega mikilvægur, stilltum þessu upp sem sex stiga leik. Við vorum rétt fyrir ofan þá og mjög mikilvægur leikur. Mér fannst við mæta ágætlega gíraðir í þetta, skorum snemma og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þessi leikur var rosalega mikil stöðubarátta og við unnum hann í dag."

Sævar Atli er búin að skora sjö af síðustu átta mörkum liðsins og virðist hann ekki sjá neitt annað en markið þegar hann fær boltann við teig andstæðingana.

„Ég fékk mikið af færum í dag. Skoraði eitt, hefði verið sáttur ef ég hefði skorað tvö og mjög sáttur við að skora þrjú. Ég nýti færin betur næst en alltaf gaman að skora."

Leiknismenn hafa sótt mikið af stigum á sínum heimavelli og framundan eru tvær heimaleikir gegn Stjörnunni og KA og liðið hlýtur að ætla halda áfram að safna stigum á Domusnovavellinum.

„Klárlega. Þetta er Ghetto ground, hérna eiga lið að vera hrædd við að mæta og við erum bara spenntir fyrir næstu tveimur leikjum."
Athugasemdir
banner