Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mán 12. júlí 2021 22:23
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Þetta er Ghetto ground
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði í kvöld og var frábær í liði Leiknis í kvöld. Hversu mikilvægur var þessi sigur?

„Hann var rosalega mikilvægur, stilltum þessu upp sem sex stiga leik. Við vorum rétt fyrir ofan þá og mjög mikilvægur leikur. Mér fannst við mæta ágætlega gíraðir í þetta, skorum snemma og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þessi leikur var rosalega mikil stöðubarátta og við unnum hann í dag."

Sævar Atli er búin að skora sjö af síðustu átta mörkum liðsins og virðist hann ekki sjá neitt annað en markið þegar hann fær boltann við teig andstæðingana.

„Ég fékk mikið af færum í dag. Skoraði eitt, hefði verið sáttur ef ég hefði skorað tvö og mjög sáttur við að skora þrjú. Ég nýti færin betur næst en alltaf gaman að skora."

Leiknismenn hafa sótt mikið af stigum á sínum heimavelli og framundan eru tvær heimaleikir gegn Stjörnunni og KA og liðið hlýtur að ætla halda áfram að safna stigum á Domusnovavellinum.

„Klárlega. Þetta er Ghetto ground, hérna eiga lið að vera hrædd við að mæta og við erum bara spenntir fyrir næstu tveimur leikjum."
Athugasemdir
banner
banner