Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 12. júlí 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Algjörlega geggjaður dagur. Það er ekki annað hægt en að líða ótrúlega vel með þennan leik. Maður lítur eiginleg bara á úrslitin og það að maður sé komin á EM. Það er ógeðslega góð tilfinning," sagði Guðný Árnadóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, eftir frækinn sigur á Þýskalandi í kvöld.

Með sigrinum var sætið á EM næsta sumar tryggt. Það er svo eitt að vinna Þýskaland, en annað að gera það 3-0.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Maður trúði því eiginlega ekki alveg strax eftir leik, en fannst við samt eiga það skilið, vorum geggjaðar í leiknum. Ógeðlsega gaman."

„Markmiðið var að komast á EM og gott að vera búnar að ná því í fyrri leiknum."

„Ég man ekki eftir mómenti þar sem mér fannst þær vera koma til baka. Það er ótrúlega góð tilfinning á móti svona sterku liði."

„Ég taldi mig vera viss um að hún væri rangstæð. Í augnablikinu sá ég að ég væri ekki að fara ná henni og skildi hana eftir, setti upp hendina og flaggið fór á loft."

„Það var ógeðslega gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk. Það gefur okkur ótrúlega mikið að fá þennan stuðning, það gefur meira en fólk veit. Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra í stelpunum sem komu af Símamótinu. Okkur langaði svolítið líka að spila fyrir þær í kvöld."


Stelpurnar fögnuðu vel og lengi áður en þær komu í viðtöl og Guðný bjóst við áframhaldandi fagnaðarlátum.
Athugasemdir