Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   fös 12. júlí 2024 20:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Algjörlega geggjaður dagur. Það er ekki annað hægt en að líða ótrúlega vel með þennan leik. Maður lítur eiginleg bara á úrslitin og það að maður sé komin á EM. Það er ógeðslega góð tilfinning," sagði Guðný Árnadóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, eftir frækinn sigur á Þýskalandi í kvöld.

Með sigrinum var sætið á EM næsta sumar tryggt. Það er svo eitt að vinna Þýskaland, en annað að gera það 3-0.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Maður trúði því eiginlega ekki alveg strax eftir leik, en fannst við samt eiga það skilið, vorum geggjaðar í leiknum. Ógeðlsega gaman."

„Markmiðið var að komast á EM og gott að vera búnar að ná því í fyrri leiknum."

„Ég man ekki eftir mómenti þar sem mér fannst þær vera koma til baka. Það er ótrúlega góð tilfinning á móti svona sterku liði."

„Ég taldi mig vera viss um að hún væri rangstæð. Í augnablikinu sá ég að ég væri ekki að fara ná henni og skildi hana eftir, setti upp hendina og flaggið fór á loft."

„Það var ógeðslega gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk. Það gefur okkur ótrúlega mikið að fá þennan stuðning, það gefur meira en fólk veit. Það var ótrúlega skemmtilegt að heyra í stelpunum sem komu af Símamótinu. Okkur langaði svolítið líka að spila fyrir þær í kvöld."


Stelpurnar fögnuðu vel og lengi áður en þær komu í viðtöl og Guðný bjóst við áframhaldandi fagnaðarlátum.
Athugasemdir
banner