Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 12. júlí 2024 21:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst ég skynja þreytu í fyrsta sinn síðan að ég tók við. Vorum ekki tilbúnir í slagsmál. Mörkin voru ekkert sérstök en heilt yfir áttum við ekki mikið skilið." Segir Haraldur Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 tap gegn ÍR í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR átti betri fyrri hálfleik og tók síðan bara ennþá meiri yfir í seinni hálfleik.

„Verri eða ekki verri, við skorum bara klaufalegt sjálfsmark í uppahafi seinni hálfleiks. Við gerum svo aulamistök í öðru markinu og þá er þetta farið langleiðina frá okkur. ÍR eru öflugir og kraftmiklir og okkur vantaði púðrið til að keppa við þá."

Mikið leikjaálag hefur verið á Grindavík en liðið spilaði frestaðan leik við Þór á mánudaginn.

„Mig langar ekki að skrá þetta á leikjaálagið en þetta var líklega andleg þreyta eftir Þórsleikinn, það skiptir máli að við höfum spilað á fjögurra daga fresti fimm leiki í röð."

Félagsskipaglugginn er að opna og spurning hvort að Grindavík nýti sér það til að styrkja hópinn.

„Það verða smávægilegar breytingar. Einn til tveir fara frá okkur og einn til tveir í viðbót koma inn en þetta er ekki á því stigi að ég nefni nöfn."
Athugasemdir