Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
   fös 12. júlí 2024 21:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst ég skynja þreytu í fyrsta sinn síðan að ég tók við. Vorum ekki tilbúnir í slagsmál. Mörkin voru ekkert sérstök en heilt yfir áttum við ekki mikið skilið." Segir Haraldur Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 tap gegn ÍR í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR átti betri fyrri hálfleik og tók síðan bara ennþá meiri yfir í seinni hálfleik.

„Verri eða ekki verri, við skorum bara klaufalegt sjálfsmark í uppahafi seinni hálfleiks. Við gerum svo aulamistök í öðru markinu og þá er þetta farið langleiðina frá okkur. ÍR eru öflugir og kraftmiklir og okkur vantaði púðrið til að keppa við þá."

Mikið leikjaálag hefur verið á Grindavík en liðið spilaði frestaðan leik við Þór á mánudaginn.

„Mig langar ekki að skrá þetta á leikjaálagið en þetta var líklega andleg þreyta eftir Þórsleikinn, það skiptir máli að við höfum spilað á fjögurra daga fresti fimm leiki í röð."

Félagsskipaglugginn er að opna og spurning hvort að Grindavík nýti sér það til að styrkja hópinn.

„Það verða smávægilegar breytingar. Einn til tveir fara frá okkur og einn til tveir í viðbót koma inn en þetta er ekki á því stigi að ég nefni nöfn."
Athugasemdir