De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 12. júlí 2024 21:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst ég skynja þreytu í fyrsta sinn síðan að ég tók við. Vorum ekki tilbúnir í slagsmál. Mörkin voru ekkert sérstök en heilt yfir áttum við ekki mikið skilið." Segir Haraldur Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 tap gegn ÍR í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR átti betri fyrri hálfleik og tók síðan bara ennþá meiri yfir í seinni hálfleik.

„Verri eða ekki verri, við skorum bara klaufalegt sjálfsmark í uppahafi seinni hálfleiks. Við gerum svo aulamistök í öðru markinu og þá er þetta farið langleiðina frá okkur. ÍR eru öflugir og kraftmiklir og okkur vantaði púðrið til að keppa við þá."

Mikið leikjaálag hefur verið á Grindavík en liðið spilaði frestaðan leik við Þór á mánudaginn.

„Mig langar ekki að skrá þetta á leikjaálagið en þetta var líklega andleg þreyta eftir Þórsleikinn, það skiptir máli að við höfum spilað á fjögurra daga fresti fimm leiki í röð."

Félagsskipaglugginn er að opna og spurning hvort að Grindavík nýti sér það til að styrkja hópinn.

„Það verða smávægilegar breytingar. Einn til tveir fara frá okkur og einn til tveir í viðbót koma inn en þetta er ekki á því stigi að ég nefni nöfn."
Athugasemdir
banner
banner
banner