Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fös 12. júlí 2024 21:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst ég skynja þreytu í fyrsta sinn síðan að ég tók við. Vorum ekki tilbúnir í slagsmál. Mörkin voru ekkert sérstök en heilt yfir áttum við ekki mikið skilið." Segir Haraldur Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 tap gegn ÍR í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR átti betri fyrri hálfleik og tók síðan bara ennþá meiri yfir í seinni hálfleik.

„Verri eða ekki verri, við skorum bara klaufalegt sjálfsmark í uppahafi seinni hálfleiks. Við gerum svo aulamistök í öðru markinu og þá er þetta farið langleiðina frá okkur. ÍR eru öflugir og kraftmiklir og okkur vantaði púðrið til að keppa við þá."

Mikið leikjaálag hefur verið á Grindavík en liðið spilaði frestaðan leik við Þór á mánudaginn.

„Mig langar ekki að skrá þetta á leikjaálagið en þetta var líklega andleg þreyta eftir Þórsleikinn, það skiptir máli að við höfum spilað á fjögurra daga fresti fimm leiki í röð."

Félagsskipaglugginn er að opna og spurning hvort að Grindavík nýti sér það til að styrkja hópinn.

„Það verða smávægilegar breytingar. Einn til tveir fara frá okkur og einn til tveir í viðbót koma inn en þetta er ekki á því stigi að ég nefni nöfn."
Athugasemdir
banner