"Það verður aldrei þreytt að vinna bikara, þetta er alltaf jafn gaman," sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 ÍBV
"Við byrjuðum vel og fengum mark eftir eina mínútu. Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum frá a til ö."
"Þær komust aðeins inn í leikinn snemma í seinni hálfleiknum en síða drápum við þetta bara með þriðja markinu frá Fanndísi."
Í aðdraganda leiksins reiknuðu flestir með sigri Blika en Hallbera segir það ekki hafa haft áhrif á undirbúninginn. "Við vorum ekkert að byrja í þessu í gær og vitum að við komum inn í sumarið sem Íslandsmeistarar og því alltaf pressa á okkur. Liðinu líður samt vel undir pressu svo þetta er bara fínt.."
Að lokum var rætt um hvernig liðið ætlaði að fagna sigrinum í kvöld.
"Við fengum milljón fyrir sigurinn og förum með hana beint á barinn."
Athugasemdir
























