Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 12. ágúst 2020 09:07
Magnús Már Einarsson
West Ham vill ekki selja Rice til Chelsea
Mynd: Getty Images
West Ham hefur engan áhuga á að selja miðju og varnarmanninn Declan Rice til Chelsea í sumar.

Í gær fór af stað orðrómur um að Chelsea hefði lagt fram 50 milljóna punda tilboð í Rice.

West Ham segir þetta ekki rétt en samkvæmt frétt Sky myndi félagið hlægja að slíku tilboði þar sem Rice er verðmetinn á mun hærri upphæð.

Hinn 21 árs gamli Rice var í akademíu Chelsea í sjö ár en hann var látinn fara þegar hann var 14 ára gamall.

Núverandi samningur Rice við West Ham rennur út árið 2024 og félagið reiknar með að halda honum innan sinna raða næstu árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner