Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 12. ágúst 2024 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Fyrsti sigur KR síðan í maí - ÍA lagði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir leikir fram í Bestu deild karla í kvöld, þar sem KR vann afar langþráðan sigur eftir hrikalegt gengi í sumar.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

KR vann 1-0 sigur gegn FH í dag og er þetta aðeins fjórði sigur liðsins í deildinni það sem af er tímabils.

KR vann síðast deildarleik í lok maí þegar liðið heimsótti FH til Hafnarfjarðar. Þetta er tíundi deildarleikur liðsins síðan þá.

Liðin mættust í Vesturbænum í kvöld og skiptust á að sækja. Gestirnir í liði FH komust nær því að skora í fyrri hálfleik en tókst ekki, heldur voru það heimamenn í liði KR sem tóku forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Aron Þórður Albertsson skoraði þar af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Luke Rae á vinstri kanti.

FH var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og átti meðal annars skot í stöng, en gestunum tókst þó ekki að jafna metin. Lokatölur urðu 1-0 fyrir KR og er þetta í fyrsta sinn sem liðinu tekst að halda hreinu á deildartímabilinu. Þá er þetta fyrsti sigur liðsins síðan 20. maí.

KR er í neðri hluta Bestu deildarinnar með 18 stig eftir 17 umferðir. FH er í fjórða sæti, með 28 stig eftir 18 umferðir.

Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn nýs þjálfara eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn um síðustu mánaðamót.

KR 1 - 0 FH
1-0 Aron Þórður Albertsson ('45)

Á Akranesi tóku Skagamenn á móti Fram í baráttu liðanna í efri hluta Bestu deildarinnar en staðan var markalaus eftir afar tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Fram

Síðari hálfleikurinn hófst hins vegar með látum þegar Viktor Jónsson fékk boltann í dauðafæri og skoraði eftir tvær tilraunir gegn Ólafi Íshólm Ólafssyni í markinu.

Fram svaraði fyrir sig með sóknarhrinu en tókst ekki að skora og áttu bæði lið eftir að fá góð færi í síðari hálfleik. Fram bjargaði á marklínu og átti svo skot í stöng en lokatölur urðu 1-0 fyrir ÍA.

Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir ÍA sem stekkur yfir Fram í Evrópubaráttu Bestu deildarinnar. Skagamenn eiga núna 28 stig eftir 18 umferðir og eru búnir að jafna FH á stigum í fjórða sæti.

Fram situr eftir í sjötta sæti með 26 stig.

ÍA 1 - 0 Fram
1-0 Viktor Jónsson ('46)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner