Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ederson: Glaður yfir því að vera áfram
Mynd: EPA
Brasilíski markvörðurinn Ederson hjá Manchester City var í sumar orðaður við félög í Sádi-Arabíu en segist hafa tekið ákvörðun um að vera áfram hjá City eftir að hafa rætt málin við Pep Guardiola.

„Það er búið að taka ákvörðun. Ég verð áfram hjá Manchester City á þessu tímabili," sagði Ederson eftir sigur City gegn Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

„Ég ræddi við Pep og það skipti sköpum... ég er glaður með að vera áfram og með fulla einbeitingu á að vinna fleiri titla hér. Ég spjallaði líka við stjórnarmenn og liðfélaga, ég verð áfram."

Al Nassr, félag Cristiano Ronaldo, hafði áhuga á að fá Ederson og segir sagan að það hafi boðið honum samning upp á 900 þúsund pund í vikulaun.

Pep Guardiola sagði í viðtali fyrir leikinn um helgina að það væri léttir fyrir sig að Ederson yrði áfram.

„Það er þvílíkur léttir að Ederson og Ortega verði áfram. Við hefðum ekki getað farið svona í gegnum þessi átta ár án Ederson, það er ómögulegt. Það er vandasamt að skipta um markmann miðað við hvernig við spilum svo ég er í skýjunum með að hann verði áfram," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner