Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   lau 12. september 2015 20:49
Mate Dalmay
Sandor Matus á ungversku: FH væri ekki í vandræðum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markmaður Þórs Akureyri, Sandor Matus er uppalinn hjá Ungverska liðinu Videoton en er búinn að spila á Íslandi í 12 ár, fyrstu 10 með KA og svo síðan þá með Þór Akureyri. Við settumst niður eftir 2-3 sigur Þórsara gegn Selfyssingum og spjölluðum við Sandor um íslenska og ungverska knattspyrnu, árangur landsliðsins og lífið á Akureyri.

En hvernig endaði þessi ungverski markmaður einmitt á Íslandi? "Ég var að spila í Finnlandi þegar vinur minn, Fori Sanyi hringdi í mig og bauð mér að koma hingað. Hann kom ári á undan mér til Íslands að spila. Ég er honum ævinlega þakklátur fyrir þetta að koma mér hingað".

Sandor á íslenska eiginkonu og þrjú börn sem hann reynir að halda eins og hann við ungverskuna.

En hefur það einhverntímann komið til greina að snúa til Ungverjalands og spila fyrir ungverskt félag á nýjan leik? "Nei ekki svona í alvöru. Það hefur meira verið spjallað um það, það voru nokkrar fyrirspurning kringum 2008-2009 en það kom aldrei alvarlega til greina. Það hefur alltaf verið hugsað mjög vel um mig hérna á Íslandi og mig hefur aldrei langað að fara héðan til að spila fótbolta annarsstaðar".

Sandor segist fylgjast náið með ungversku deildinni og þá sérstaklega uppeldisfélagi sínu Videoton (sem er eitt sterkasta lið landsins síðustu árin) og svo auðvitað landsliðinu sem hann vonast eftir því að geti náð einhverjum árangri líkt og það íslenska.

En hvað hefur ungverskur fótboltamaður að segja um árangur íslenska landsliðsins: "Þetta er árangur gríðarlega mikillar vinnu og þeir eiga þetta fyllilega skilið. Auðvitað er um einstaklega góða árganga að ræða einnig en það eru ekki allir úti um heim sem gera sér grein fyrir því hversu fagmannlega og mikla vinnu og erfiði Íslendingar hafa sett í það að byggja upp knattspyrnu.

Ofan á þessa vinnu eru íslenskir leikmenn með einstakt viðhorf og baráttuanda. Þú sérð að menn eru keyra sig út fram að lokaflautinu og gefa allt í leikinn í leikjum eins og þessum hér áðan. Það einkennir íslenska fótboltamanninn að slaka ekki á fyrr en dómarinn flautar til leiksloka. Auðvitað má svo ekki gleyma því að Ísland er með leikmenn á heimsmælikvarða á borð við Gylfa Þór Sigurðsson."

Ef við berum saman ungversku úrvalsdeildin, þar sem mun meiri peningur er til staðar og öll lið skipuð einungis atvinnumönnum, við þá íslensku? Sandor: "Ég myndi segja að FH, sem að mínu mati er búið að vera sterkasta íslenska liðið síðustu árin, skipað hágæða íslenskum leikmönnum í bland við góða erlenda leikmenn, myndi ekki eiga í vandræðum í ungversku úrvalsdeildinni. Þeir myndu klárlega ekki vera í neinni fallbaráttu".

Örstutt um 1. deildina, einn leikur er eftir. Derby leikur gegn KA og mjög veik von Þórs um sæti í úrvalsdeild.

Sandor: "Já við eigum mjög veika von, það gæti auðvitað ráðist í miðri viku þegar Þróttur mætir Haukum. Þetta gæti því orðið búið fyrir okkur þegar við mætum KA. Hvað sem gerist þá er samt ljóst að leikurinn gegn KA verður rosalegur og vonandi fyrir framan fullt hús".




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner