Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 12. september 2020 17:59
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar: Við spilum úr því sem við höfum
Lengjudeildin
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F.
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. fór í heimsókn til nafna sinna á Domusnovavöllinn í Breiðholti fyrr í dag þegar Leiknisliðin mættust í Lengjudeild karla.
Lokatölur urðu 2-1 heimamönnum í vil sem réðu lögum og lofum allann leikinn og hefðu að ósekju átt að vinna talsvert stærri sigur ef mið er tekið af færunum sem þeir misnotuðu.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Leiknir F.

„Var þetta ekki bara sanngjarnt? Þeir fengu helling af dauðarfærum og við ekki þannig að við fengum bara það sem við áttum skilið.“
Sagði Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F. um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Þrátt fyrir að Leiknir R. hafi haft tögl og haldir í leiknum tókst þeim ekki að loka honum og komust gestirnir inn í leikinn með marki úr vítaspyrnu á 78 mínútu leiksins og gerðu svo tilkall til annarar vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns. Hvernig horfði það við Brynjari?

„Ég er 100% viss um að ef þetta hefði verið í hinum teignum þá hefði verið dæmt víti. Mér finnst að dómarar hafi ekki haft pung til þess að dæma með okkur í sumar eða hefur ekki verið í þessum leikjum hingað til og breyttist ekki í dag. Mér finnst við fá óðgeðslega mikið af gulum spjöldum fyrir lítið og þeir voru búnir að brjóta af sér illa nokkrum sinnum í fyrri hálfleiknum og ekki neitt og svo byrjar bara eitthvað spjaldakjaftæði hjá dómaranum.


Hópurinn hjá Fáskrúðsfirðingnum er þunnur og mega þeir illa við frekari skakkaföllum eða eins og Brynjar orðar það.

„Við erum með 8 meidda fyrir þennan leik og 2 í banni. Ég dró hingað einn gamlann sem var hættur í fótbolta með okkur í dag og einn 16 ára og einn í viðbót en við spilum úr því sem við höfum.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner