Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 12. október 2021 18:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir svekktur: Finnst það mjög skrítið ef ég segi alveg eins og er
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alls ekki, við vorum með þá í fyrri hálfleik, vorum miklu betri og áttum miklu fleiri færi en þeir. Í seinni fengum við mark á okkur og þá slokknaði aðeins á okkur. Mér fannst ég skora löglegt mark í lokin. Við vorum með þá í lokin, fengum dauðafæri hvað eftir annað. Ég er drullusvektur bara," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 árs landsliðsins, eftir tap gegn Portúgal.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

„Hann er líklega að dæma á þá snertingu sem átti sér stað milli mín og markvarðarins. Er ekki talað um að markmenn eru heilagir í markteignum? Mér fannst þetta ekki vera neitt. Dómarinn gaf mér svo gult spjald og hann sagði að það hefði verið fyrir brotið. Mér finnst það mjög skrítið ef ég segi alveg eins og er."

Portúgalska liðið er sterkt, er með þrjá sigra í riðlinum og síðasta U21 lið þeirra fór í úrslitaleik á EM. Þessi frammistaða hlýtur að gefa góð fyrirheit upp á framhaldið að gera?

„Já, auðvitað. Fólk sem var að horfa á þennan leik sér að við áttum allt í þá og við vorum jafnvel betri en þeir í þessum leik. Það er svo svekkjandi að fá ekki eitt eða þrjú stig úr þessum leik," sagði Valgeir.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner