mán 13. janúar 2020 12:11
Elvar Geir Magnússon
Ein af hetjunum okkar fékk löngunina eftir að sonurinn lék fyrir fótboltalandsliðið
Lúkas Jóhannes Petersson á landsliðsæfingu.
Lúkas Jóhannes Petersson á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Petersson, landsliðsmaður í handbolta, átti frábæran leik þegar Ísland vann frækinn sigur á Dönum um helgina. Alexander tók landsliðsskóna aftur fram fyrir Evrópumótið, eftir rúmlega þriggja ára hlé.

Í viðtali við Vísi í síðasta mánuði sagðist Alexander hafa fengið löngunina til að spila fyrir landsliðið aftur eftir að sonur hans var valinn í U17 landslið Íslands í fótbolta.

„Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur," sagði Alexander við Henry Birgi Gunnarsson íþróttafréttamann.

Sonurinn umræddi, hinn hávaxni Lúkas Jóhannes Petersson, er markvörður og spilaði tvo leiki fyrir U17 landsliðið í undankeppni EM á síðasta ári.

Alexander Petersson hefur spilað handbolta í Þýskalandi síðan árið 2003 og því hefur Lúkas spilað allan sinn fótboltaferil í yngri flokkunum þar og hann er í dag í unglingaliði Hoffenheim.

Alexander verður í eldlínunni með íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Rússum seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner