
Fyrrum úrvalsdeildardómarinn Dermot Gallagher er sérfræðingur Sky Sports þegar kemur að vafamálum í dómgæslu í enska boltanum.
Eftir hverja umferð fer hann yfir helstu vafaatriðin og ræddi hann meðal annars rauða spjaldið sem Casemiro fékk í markalausu jafntefli Manchester United gegn Southampton.
Casemiro tæklaði boltann fyrst en fóturinn rann af boltanum og fóru takkarnir í fótlegg Carlos Alcaraz. Casemiro var á ferð þegar hann fór í tæklinguna og með útréttan fótlegg. Anthony Taylor gaf brasilíska miðjumanninum gult spjald en breytti því yfir í rautt eftir inngrip frá VAR herberginu.
„Að mínu mati er þetta rautt spjald. Hann missir stjórnar á líkamanum í eina sekúndu og niðurstaðan er slæm. Þetta er ljót tækling," segir Gallagher.
„Að mínu viti vinnur hann aldrei boltann. Hann snertir efsta part boltans en fer svo harkalega með takkana í sköflung andstæðingsins."
Sjá einnig:
Ten Hag: Dómarinn hafði áhrif á leikinn
Man Utd áfrýjar ekki - Casemiro í fjögurra leikja bann