Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 13. maí 2013 22:40
Arnar Daði Arnarsson
Hjörtur Hjartar: Var þetta í 64-liða úrslitum?
Mynd: Slava Titov
Hjörtur Júlíus Hjartarson kom Víkingum á bragðið í 2-0 sigri á Haukum í Borgunarbikarnum í kvöld.

,,Ég var á lífi í fyrri hálfleik en síðan dró af mér í seinni hálfleik. Ég dugði í svona 50-60 mínútur en ég kom inn marki," sagði Hjörtur sem skoraði alvöru framherja mark, var réttur maður á réttum stað inn í teig Hauka.

,,Mér finnst þetta alltaf bestu mörkin, af eins metra færi, svona pot mörk. Ég hef ekkert verið mikið í því að skora mörk fyrir utan teig svo ég tek svona mörkum fagnandi.

,,Þetta voru nokkuð sanngjörn úrslit fannst mér. Mér fannst Haukarnir byrja ágætlega og fengu úrvalsfæri í byrjun leiks til að skora en Ingvar Kale varði það. Síðan hægt og bítandi fannst mér við ná tökum á leiknum og við hefðum átt að vera búnir að skora áður en ég kom okkur yfir."

,,Ég seinni hálfleik dró af báðum liðum en mér fannst við alltaf vera með tök á leiknum," sagði Hjörtur aðspurður út í leikinn. Hann var reyndar ekki alveg viss hvort þessi leikur hafi verið í 64-liða úrslitum.

,,Var þetta í 64-liða úrslitum? Ég var nokkuð viss um að þetta væri í 32-liða úrslitum. Þetta var líklega erfiðasti drátturinn sem við hefðum getað fengið í þessari umferð. Það er enn fullt af utandeildarliðum í keppninni, með fullri virðingu fyrir þeim þá var þetta eitt erfiðasta liðið sem við hefðum getað fengið," sagði Hjörtur um það að hafa mætt Haukum í 64-liða úrslitum bikarsins.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner