Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   mið 13. maí 2020 17:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Serie A af stað 13. júní ef stjórnvöld gefa grænt ljós
Í dag kom tilkynning frá Ítalíu þar sem Serie A, efsta deildin þar í landi, stefnir á að hefja leik að nýju þann 13. júní. Ekki hefur verið leikið á Ítalíu síðan 9. mars vegna heimsfaraldursins.

Félög í efstu deild hófu einstaklingsæfingar í síðustu viku og er stefnan sett á að hefðbundnar æfingar hefjist næsta mánudag, 18. maí.

Ekki hefur verið gefið grænt ljós af stjórnvöldum að keppnisleikir megi fara fram þessa aðra helgi í júní en ef það kemur þá er stefnan að hefja leik sama dag og Íslandsmótið og enska úrvalsdeildin hefst.

Ítalía er eitt þeirra landa sem heimsfaraldurinn hefur farið hvað verst með og í síðustu viku greindust þrír leikmenn Fiorentina með kórónaveiruna og einn leikmaður Torino.

Juventus er á toppi deildarinnar en tólf heilar umferðir eru eftir ásamt fjórum leikjum sem þurfti að fresta.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner