Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fös 13. maí 2022 22:25
Daníel Már Aðalsteinsson
Andri Freyr: Mjög gott að komast á blað
Lengjudeildin
Andri Freyr skoraði tvö mörk í kvöld.
Andri Freyr skoraði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Fjölnir
Andri Freyr Jónasson sóknarmaður Fjölnis var að vonum ánægður eftir góðan 4-1 sigur á Þór á Extra vellinum í Grafarvogi fyrr í kvöld.

„Geggjaður dagur í rauninni, frábær frammistaða. Tvö mörk á mig og tvö mörk á Hákon það er ekki hægt að biðja um meira."

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Þór

Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en eftir það tóku Fjölnismenn öll völd á leiknum.

„Já það er alveg rétt metið hjá þér, þeir voru ekki að skapa neitt en svosem ekki við heldur þarna fyrst áður en við komum inn þessu fyrsta marki en eftir það þá var þetta engin spurning."

Andri Freyr skoraði tvö mörk í kvöld og var hann spurður út í sína frammistöðu í kvöld ásamt stöðunni á honum en hann spilaði ekkert í fyrstu umferðinni gegn Þrótti V.

„Já mjög gott að komast á blað og skora tvö mörk"

„Ökklinn aðeins búinn að vera að stríða mér en það var gott að ná að starta í dag, það var tekin sameiginleg ákv-rðun í stöðunni tvö núll á móti Vogunum að ég kæmi ekki inná þannig það var held ég bara skynsamlegt og þá væri ég meira klár í dag."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner