Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fös 13. maí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Held að hvortugt lið hafi fengið færi
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar kom í viðtal eftir 2-0 tap sinna kvenna gegn Val í bestu deild kvenna í kvöld. Hann hafði þetta að segja um leikinn í kvöld. 

"Þetta er svona leikur að ég held að hvorugt lið hafi fengið færi í þessum leik, nema að þú kallir skallann frá Jasmínu úr horninu þegar hún skallaði yfir færi en þá eru engin færi í þessum leik."


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

"Það eru tvö horn sem skilja á milli og seinna hornið var dæmt horn sem að á náttúrulega að vera markspyrna, en þannig er það bara. Þannig að heilt yfir vorum við bara gott lið.". 

Kristján var ánægður með sitt lið og spilamennsku liðsins. 

"Við erum stóra liðið í þessum leik, það erum við sem erum að gera eitthvað þannig að við erum ánægð með það. 

Stjarnan mætir Aftureldingu í næsta leik og segir Kristján að því fylgi ákveðin óvissa að mæta Aftureldingu á þessum tímapunkti, en þær bættu við sig þónokkrum leikmönnum á síðasta degi félagsskiptagluggans sem lokaðist á miðvikudagskvöld. 

"Það er eiginlega vonlaust að vita hvað maður á að gera á móti Aftureldingu, ég held þær séu með nýtt lið frá því í gær en já, nú erum við búnar að spila tvo leiki án þess að skora þannig að við þurfum að fá færi, við þurfum að skora, komast á það að skora. Þótt við höfum reyndar verið að spila við sterk lið núna í vikunni en þá viljum við fara að skora mörk.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner