Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Venesúela barðist hetjulega gegn Brasilíu
Kóngurinn í Brasilíu.
Kóngurinn í Brasilíu.
Mynd: EPA
Brazil 3 - 0 Venezuela
1-0 Marquinhos ('23 )
2-0 Neymar ('64 , víti)
3-0 Gabriel Barbosa ('89 )

Opnunarleikur Copa America var að klárast, en heimamenn í Brasilíu mættu Venesúela.

Venesúela varð fyrir áfalli fyrir leikinn. Alls tólf í leikmanna- og starfshóp Venesúela greindust með Covid-19 og eru núna í einangrun.

Venesúela þurfti að kalla inn leikmenn úr deildinni í Venesúela sem mættu rétt fyrir leik.

Þrátt fyrir þessi tíðindi þá barðist Venesúela hetjulega í leiknum. Brasilía átti erfitt með að finna opnanir lengi vel. Marquinhos kom Brasilíu yfir um miðbik fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 í hálfleik.

Neymar skoraði svo af vítapunktinum í seinni hálfleik og Gabriel Barbosa gerði þriðja markið stuttu áður en flautað var af.

Lokatölur 3-0. Það eru fimm lið í riðlinum og fara fjögur lið áfram. Möguleikar Venesúela eru því ekki úti, langt því frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner