Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 13. júní 2022 22:08
Anton Freyr Jónsson
Hákon Arnar: Vanalega hefði Arnór sett hann
Hákon Arnar Haraldsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Arnar Haraldsson spilaði í kvöld sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Ísland á Laugardalsvelli og ræddi hann við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið við Ísrael. 

„Svona fyrsta er bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta en gaman að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn á Laugardalsvelli." 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hákon Arnar Haraldsson slapp í gegn í fyrri hálfleik þegar Ísland náði frábæri skyndisókn og Hákon lagði boltann á Arnór Sigurðsson sem náði ekki að setja boltann í netið.

„Aðsjálfsögðu er ég svekktur að hann hafi ekki sett hann en þetta var vel varið, vanlega hefði Arnór sett hann en svona er þetta og leikurinn fór eins og hann fór."

Hákon Arnar Haraldsson hefur verið mikið í umræðunni um hversu góður hann er í pressu og var Hákon spurður hvort það væri uppleggið að hann væri út um allan völl að pressa.

„Það var sett upp með að við myndum pressa vinsta megin og ég myndi fara á hægri hafsentinn, kannski því ég er góður að pressa en ég og Jón Dagur vorum flottir fannst mér."

Ísland hefur núna í tvígang tapað niður forskoti á mótI Ísrael en það sama gerðist þegar liðin mættust úti í Ísrael. 

„Aðsjálfsögðu er þetta svekkjandi. Við þurfum að læra að klára leiki og drepa þá, það er bara eina það sem er í stöðunni."

„Við þurfum að fara og skora annað markið eða fara niður og beita skyndisóknum og klára leikina þannig en það eru bara þjálfararnir sem ráða."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner