Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 13. júní 2022 22:08
Anton Freyr Jónsson
Hákon Arnar: Vanalega hefði Arnór sett hann
Hákon Arnar Haraldsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Arnar Haraldsson spilaði í kvöld sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Ísland á Laugardalsvelli og ræddi hann við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið við Ísrael. 

„Svona fyrsta er bara svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta en gaman að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn á Laugardalsvelli." 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hákon Arnar Haraldsson slapp í gegn í fyrri hálfleik þegar Ísland náði frábæri skyndisókn og Hákon lagði boltann á Arnór Sigurðsson sem náði ekki að setja boltann í netið.

„Aðsjálfsögðu er ég svekktur að hann hafi ekki sett hann en þetta var vel varið, vanlega hefði Arnór sett hann en svona er þetta og leikurinn fór eins og hann fór."

Hákon Arnar Haraldsson hefur verið mikið í umræðunni um hversu góður hann er í pressu og var Hákon spurður hvort það væri uppleggið að hann væri út um allan völl að pressa.

„Það var sett upp með að við myndum pressa vinsta megin og ég myndi fara á hægri hafsentinn, kannski því ég er góður að pressa en ég og Jón Dagur vorum flottir fannst mér."

Ísland hefur núna í tvígang tapað niður forskoti á mótI Ísrael en það sama gerðist þegar liðin mættust úti í Ísrael. 

„Aðsjálfsögðu er þetta svekkjandi. Við þurfum að læra að klára leiki og drepa þá, það er bara eina það sem er í stöðunni."

„Við þurfum að fara og skora annað markið eða fara niður og beita skyndisóknum og klára leikina þannig en það eru bara þjálfararnir sem ráða."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner