Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mán 13. júlí 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Bara einn leikur í einu
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson var kátur eftir 1-2 sigur í Kaplakrika í kvöld þegar liðið sótti Fimleikafélagið heim.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Við erum mjög sáttir. Hörkuleikur og mjög gott FH lið. Við vissum það til þess að eiga möguleika þurftum við að leggja okkur fram og strákarnir hlupu og unnu ótrúlega vel fyrir öllu í kvöld og það skilaði þessum 3 stigum."

Fylkismennirnir hlupu endalaust og lokuðu í flestum tilfellum á allar aðgerðir Fimleikafélagsins í kvöld og gaf það góða mynd af því þegar Þórður Hafþórsson fær krampa eftir rétt tæpan klukkutíma leik.

„Menn eru tilbúnir að hlaupa endalaust og berjast hver fyrir annan og Þórður er einn af þeim og allir aðrir. Menn voru klárir í þetta."

Hvert var upplegg Fylkismanna í kvöld?

„Við ákvaðum að reyna sækja aðeins bakvið og það skilaði fyrra markinu og dauðafærið sem Hákon fær undir lok fyrri hálfleiks og svo ákváðum við að vera aðeins þéttir til baka og reyna að refsa með skyndiskóknum."

Fylkismenn eru komnir með 4 sigurleiki í röð og var Atli spurður hvort það hljóti ekki að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir áframhaldið í deildinni?

„Já það gerir það, en það er auðvitað bara einn leikur í einu, við fögnum þessu bara vel í kvöld og svo er endurheimt"

Sam Hewson snéri til baka eftir meiðsli þegar honum var skipt inná í síðari hálfleik og var Atli spurður út í endurkomu hans

„Sam er frábær leikmaður og kom hrikalega sterkur inn hér í kvöld. Hann er búin að vera óheppinn með sín meiðsli, en hann á eftir að nýtast okkur hrikalega vel í næstu leikjum og út tímabilið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner