Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 13. júlí 2020 22:32
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn: Bara einn leikur í einu
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson var kátur eftir 1-2 sigur í Kaplakrika í kvöld þegar liðið sótti Fimleikafélagið heim.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Við erum mjög sáttir. Hörkuleikur og mjög gott FH lið. Við vissum það til þess að eiga möguleika þurftum við að leggja okkur fram og strákarnir hlupu og unnu ótrúlega vel fyrir öllu í kvöld og það skilaði þessum 3 stigum."

Fylkismennirnir hlupu endalaust og lokuðu í flestum tilfellum á allar aðgerðir Fimleikafélagsins í kvöld og gaf það góða mynd af því þegar Þórður Hafþórsson fær krampa eftir rétt tæpan klukkutíma leik.

„Menn eru tilbúnir að hlaupa endalaust og berjast hver fyrir annan og Þórður er einn af þeim og allir aðrir. Menn voru klárir í þetta."

Hvert var upplegg Fylkismanna í kvöld?

„Við ákvaðum að reyna sækja aðeins bakvið og það skilaði fyrra markinu og dauðafærið sem Hákon fær undir lok fyrri hálfleiks og svo ákváðum við að vera aðeins þéttir til baka og reyna að refsa með skyndiskóknum."

Fylkismenn eru komnir með 4 sigurleiki í röð og var Atli spurður hvort það hljóti ekki að gefa liðinu byr undir báða vængi fyrir áframhaldið í deildinni?

„Já það gerir það, en það er auðvitað bara einn leikur í einu, við fögnum þessu bara vel í kvöld og svo er endurheimt"

Sam Hewson snéri til baka eftir meiðsli þegar honum var skipt inná í síðari hálfleik og var Atli spurður út í endurkomu hans

„Sam er frábær leikmaður og kom hrikalega sterkur inn hér í kvöld. Hann er búin að vera óheppinn með sín meiðsli, en hann á eftir að nýtast okkur hrikalega vel í næstu leikjum og út tímabilið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner