Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   lau 13. ágúst 2022 13:30
Aksentije Milisic
England: Gerrard hafði betur gegn Lampard
Tvö töp eftir tvo leiki.
Tvö töp eftir tvo leiki.
Mynd: EPA

Aston Villa 2 - 1 Everton
1-0 Danny Ings ('31 )
2-0 Emiliano Buendia ('86 )
2-1 Lucas Digne ('87 , sjálfsmark)


Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en þar áttust við Aston Villa og Everton á Villa Park í Birmingham.

Heimamenn í Villa byrjuðu betur og áttu nokkur áhlaup að marki Everton en hægt og rólega komu gestirnir sér inn í leikinn. 

Það var Aston Villa sem skoraði fyrsta markið í leiknum en það gerði framherjinn Danny Ings eftir rúmlega hálftíma leik. Hann fékk þá sendingu frá Ollie Watkins og þrumaði knettinum í netið.

Everton reyndi að svara fyrir hlé og hótaði marki nokkrum sinnum en inn vildi boltinn ekki nema einu sinni en þá var flögguð rangstæða.

Síðari hálfleikurinn var tilturlega rólegur þar til í lokinn. Fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Emiliano Buendia en hann kom inn fyrir Philippe Coutinho á 60. mínútu. Aftur var það Watkins með stoðsendinguna.

Margir héldu að leiknum væri lokið þarna en Everton fór strax upp í sókn og skoraði. Amadou Mvom Onana gerði þá frábærlega fyrir Everton í aðdragandanum og átti hann fyrirgjöf sem Lucas Digne stýrði í sitt eigið net.

Everton gerði allt sem það gat til að jafna og fékk Onana tvo sénsa til þess en tókst ekki að skora. Aston Villa ógnaði úr skyndisóknum og fékk Watkins gott færi sem fór forgörðum.

Ekki var meira skorað og fínn sigur Villa staðreynd. Liðið er með þrjú stig eftir tvær umferðir en Everton er án stiga.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir