Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá þarftu að borga súperstjörnupening"
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: Getty Images
Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, segir að Newcastle þurfi að borga „súperstjörnupening" fyrir varnarmanninn Marc Guehi.

Newcastle er að reyna að kaupa Guehi frá Palace en talið er að síðasta tilboð hafi verið upp á um 50 milljónir punda.

„Ef þú vilt fá súperstjörnu í þitt lið, þá þarftu að borga súperstjörnupening," sagði Parish í samtali við Sky Sports.

„Við elskum að hafa hann í okkar liði og við viljum halda honum. Ef eitthvað annað félag vill fá hann, þá verður það að gera okkur mjög erfitt fyrir."

Parish segir að Guehi sé gríðarlega hæfileikaríkur en Palace vill fá um 65 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner