Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   sun 25. janúar 2026 14:01
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Opnaði markareikninginn í suðurstrandarslag
Ebou Adams skoraði sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth
Ebou Adams skoraði sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth
Mynd: Portsmouth
Portsmouth 1 - 1 Southampton
0-1 Leo Scienza ('57 )
1-1 Ebou Adams ('77 )

Portsmouth og Southampton skildu jöfn, 1-1, í suðurstrandarslag í ensku B-deildinni á Fratton Park í dag.

Southampton hafði ekki unnið í síðustu fimm útileikjum sínum og þá hafði Portsmouth aðeins tapað einum af síðustu sjö deildarleikjum.

Nicolas Schmid, markvörður Portsmouth, átti frábæran leik í markinu og sá til þess að hans menn færi með hreint lak með tveimur flottum vörslum gegn Adam Armstrong.

Hann kom þó engum vörnum við á 57. mínútu er Leo Scienza skoraði eftir góða skyndisókn gestanna.

Tuttugu mínútum síðar jöfnuðu heimamenn í Portsmouth með fyrsta marki Ebou Adams fyrir félagið er hann náði að troða boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Fjörugur leikur á Fratton Park og töluvert betri suðurstrandarslagur en sá sem við fengum fyrr á tímabilinu er liðin gerðu markalaust jafntefli á St. Mary´s leikvanginum,

Southampton er í 15. sæti með 37 stig en Portsmouth í 21. sæti með 30 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 29 9 10 10 41 41 0 37
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
19 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Portsmouth 27 7 9 11 24 37 -13 30
22 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner