Evrópumeistarar Paris Saint-Germain hafa náð samkomulagi við Barcelona um kaup á hinum efnilega Dro Fernández en þetta segir Fabrizio Romano á X.
Dro er 18 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og getur einnig leyst stöðu vængmanns.
Hann kom inn í akademíu Barcelona árið 2022 eftir að hafa hafnað bæði Real Betis og Real Madrid.
Táningurinn æfði með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og skoraði í fyrsta leik sínum er hann kom inn á í 3-1 sigri á Vissel Kobe í æfingaleik í Japan.
Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í fimm leikjum með aðalliðinu, en nú er Barcelona að missa þennan efnilega leikmann til PSG.
Samkvæmt Romano er samkomulag í höfn. Dro er með sex milljóna evra riftunarákvæði í samningnum en PSG mun greiða aðeins hærri upphæð til þess að halda áfram góðu sambandi á milli félaganna.
Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
?????????? Dro to Paris Saint-Germain, deal confirmed and here we go! ????
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2026
All sealed after positive talks PSG-Barça on fee slightly higher than €6m release clause as revealed yesterday.
Agreement with Dro already done since last week, ready for PSG switch.
Deal completed. ?? pic.twitter.com/uDvw78lcHd
Athugasemdir




