Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 13. september 2020 18:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Mér líður ömurlega
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
"Mér líður bara ömurlega, ekkert annað orð yfir það" Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir svekkjandi 3-1 tap gegn FH í dag.

Gísli Eyjólfsson einn besti maður Blika í sumar var á bekknum í dag, af hverju?

"Hann var búinn að vera tæpur, við ætluðum kannski ekki að taka áhættuna með hann en honum leið vel þegar hann byrjaði að hita upp og þá var freistandi að setja hann inn en það skilaði svo sem engu"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Tók Óskar einhvað jákvætt úr leiknum í dag?

"Nei ég geri það í raun og veru ekki, frammistaðan var bara ekki nógu góð, hvorki varnarlega og við vorum ekki nógu beittir sóknarlega, við spiluðum ágætlega út á vellinum og náðum oft að koma okkur í góðar stöður og höfðum mikið fyrir því en það kom ofboðslega lítíð út úr því og það er einhvað sem við þurfum að laga ef við ætlum að berjast við bestu lið deildarinnar"

Var þetta leikur sem þurfti að vinnast til að vera áfram í toppbaráttunni?

"Auðvitað hefði verið betra að vinna það er ljóst, við getum ekki hætt núna, það eru 9 leikir eftir og þetta var ekki úrslitaleikur en held ég fyrir liðið, upp á sjálfstraustið og trúnna og framhaldið þá hefði verið mikilvægt að vinna þennan leik en við hins vegar sjáum það núna við spilum við KR og FH á fjórum dögum og við töpum þeim báðum, sama hvort við vorum betri í einhverjum hlutum leiksins og tapað þeim og það segir okkur það við séum aðeins á eftir þessum liðum og þurfum að nota næstu daga, vikur, mánuði og ár til að vinna það upp"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir