Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 13. nóvember 2019 16:32
Elvar Geir Magnússon
Istanbúl, Tyrklandi
Haukur Harðar: Gríðarlega spenntur að upplifa þetta
Icelandair
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Haukur var hress í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Byrjum á því að reyna að vinna á morgun," segir Haukur Harðarson íþróttafréttamaður sem er í Tyrklandi en hann mun lýsa landsleiknum á morgun.

Möguleikarnir á því að Ísland komist áfram upp úr riðlinum eru litlir og sjálfur býst Haukur við því að umspil verði niðurstaðan á næsta ári þó hann sé brattur fyrir leikinn á morgun.

„Það er í raun 'absúrd' hvernig okkur hefur gengið með Tyrki í gegnum tíðina og sérstaklega hjá þessari gullkynslóð. En tyrkneska liðið hefur ekki spilað hérna síðan 2014 og lætin hér eru engu lík. Mér hefur lengi langað að koma hingað sjálfum."

„Ég er svo spenntur að upplifa þetta á morgun. Þeir geta tryggt sér sæti á EM og dugir jafntefli. Þeir eru mættir í aðalgryfjuna sína og ætla að reyna að kenna okkur lexíu."

Kolbeinn mun hrella Tyrkina
Haukur reiknar með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu á morgun.

„Hann náði ekki að spila á þessum velli þegar hann var hjá Galatasaray en ég held að hann byrji þennan leik og muni hrella tyrknesku varnarmennina. Þetta var veðmál hjá þjálfarateyminu sem gekk upp og í raun magnað að hann sé mættur hingað nánast eins og ekkert hafi í skorist," segir Haukur.

Viðtalið við Hauk má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar kemur hann meðal annars með spá fyrir leikinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner