Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 16:05
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Tyrkja - Cenk Tosun inn?
Icelandair
Cenk Tosun í leiknum gegn Íslandi í Eskisehir árið 2017.  Ísland vann þann leik 3-0.
Cenk Tosun í leiknum gegn Íslandi í Eskisehir árið 2017. Ísland vann þann leik 3-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hakan Calhanoglu.
Hakan Calhanoglu.
Mynd: Getty Images
Tyrkneskir fjölmiðlar spá því að Tyrkir geri breytingu á byrjunarliði sínu gegn Íslandi á morgun frá því í jafnteflinu gegn Frökkum í síðasta leik.

Cenk Tosun, framherji Everton, byrjar líklega í fremstu víglínu eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Frökku. Tosun skoraði sigurmark Tyrkja gegn Albaníu í þarsíðasta leik. Líklegt er að hann komi inn í liðið fyrir Kenan Karaman.

Hakan Calhanoglu kemur líklega inn í liðið fyrir Okay Yokuslu, leikmann Celta Vigo. Calhanoglu leysti hann af hólmi í hálfleik gegn Frökkum. Þá gæti Hasan Ali Kaldirim komið inn í vinstri bakvörðinn fyrir Umut Meras.

Caglar Soyuncu, sem hefur verið frábær í vörn Leicester í vetur verður áfram í hjarta varnarinnar en hann tók stöðuna af Kaan Ayhan í síðasta leik.

Tyrkjum nægir jafntefli gegn Íslandi til að gulltryggja sér sæti á EM. Ef Ísland vinnur þarf Tyrkland sigur gegn Andorra á útivelli í lokaleik til að fara áfram.

Hér er líklegt byrjunarlið Tyrkja á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner