Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mið 13. nóvember 2024 14:42
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Icelandair
Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hérna gifti ég mig og átti tvo yndislega daga með fjölskyldu og vinum. Það eru góðar minningar að koma hingað aftur," segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður landsliðsins.

Íslenska landsliðið er við æfingar á Spáni og gistir á lúxushótelinu þar sem Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir giftu sig á sumarið 2022.

„Þetta var stuttu eftir Covid og allir tilbúnir að kíkja út og skemmta sér vel. Það er yndislegt að koma hingað aftur og rifja upp góðar minningar. Ég þekki þetta svæði mjög vel og æfi hérna á hverju sumri. Hér eru frábærar aðstæður og gaman að koma hingað."

Finnst við á réttri leið
Ísland mætir Svartfjallalandi á laugardag og svo Wales á þriðjudag. Jóhann Berg vonar að þetta spilist þannig að leikurinn í Cardiff verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum.

„Þetta eru tveir leikir og markmiðið er alltaf að vinna þá. Það hefur ekki tekist nægilega vel að skila sigrum undanfarið en eins og ég er alltaf að segja þá finnst mér við á réttri leið. Það eru þessi smá mistök sem eru að koma í veg fyrir að við séum að sækja þrjá punkta,"

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um endurkomu Arons Einars Gunnarssonar í liðið og svo auðvitað Sádi-Arabíu þar sem Jóhann er að spila.



Athugasemdir