Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   mið 13. nóvember 2024 14:42
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Icelandair
watermark Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Jóhann Berg á æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hérna gifti ég mig og átti tvo yndislega daga með fjölskyldu og vinum. Það eru góðar minningar að koma hingað aftur," segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður landsliðsins.

Íslenska landsliðið er við æfingar á Spáni og gistir á lúxushótelinu þar sem Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir giftu sig á sumarið 2022.

„Þetta var stuttu eftir Covid og allir tilbúnir að kíkja út og skemmta sér vel. Það er yndislegt að koma hingað aftur og rifja upp góðar minningar. Ég þekki þetta svæði mjög vel og æfi hérna á hverju sumri. Hér eru frábærar aðstæður og gaman að koma hingað."

Finnst við á réttri leið
Ísland mætir Svartfjallalandi á laugardag og svo Wales á þriðjudag. Jóhann Berg vonar að þetta spilist þannig að leikurinn í Cardiff verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum.

„Þetta eru tveir leikir og markmiðið er alltaf að vinna þá. Það hefur ekki tekist nægilega vel að skila sigrum undanfarið en eins og ég er alltaf að segja þá finnst mér við á réttri leið. Það eru þessi smá mistök sem eru að koma í veg fyrir að við séum að sækja þrjá punkta,"

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um endurkomu Arons Einars Gunnarssonar í liðið og svo auðvitað Sádi-Arabíu þar sem Jóhann er að spila.



Athugasemdir
banner
banner