Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 14. janúar 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta vítakeppni Barca síðan 1998 - Sjáðu markvörsluna
Ter Stegen og félagar mæta Athletic Bilbao í úrslitaleik um helgina.
Ter Stegen og félagar mæta Athletic Bilbao í úrslitaleik um helgina.
Mynd: Getty Images
Barcelona lagði Real Sociedad að velli í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í gærkvöldi og var Marc-Andre ter Stegen hetja Börsunga.

Það þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá viðureignina þar sem Ter Stegen var frábær en það er markvarsla hans undir lok framlengingarinnar sem hefur vakið mesta athygli.

Adnan Januzaj tók þá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig og var knötturinn á leið í vinkilinn. Skotið virtist óverjandi en þýski markvörðurinn skutlaði sér og náði að setja fingur í knöttinn og ýta honum í stöngina.

Ter Stegen bjargaði þannig stórkostlegu marki og var svo aftur hetja Börsunga í vítaspyrnukeppninni.

Það hefur vakið mikla athygli að þetta var fyrsta vítaspyrnukeppni sem Barcelona tekur þátt í síðan 1998.

Sjáðu markvörslu Ter Stegen
Athugasemdir
banner
banner
banner