Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. janúar 2022 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var mjög vonsvikin og vorkennir Steina að þurfa taka þessar ákvarðanir
Icelandair
Þetta ýtir bara við manni og gerir mann bara betri fyrir vikið
Þetta ýtir bara við manni og gerir mann bara betri fyrir vikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún kom inn í liðið og átti mjög góðan leik
Guðrún kom inn í liðið og átti mjög góðan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli þegar byrjunarlið Íslands var tilkynnt fyrir leikinn gegn Tékklandi í október. Langflestir bjuggust við því að sjá nafn Ingibjargar Sigurðardóttur við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í hjarta íslensku varnarinnar.

Sú varð ekki raunin og spilaði Guðrún Arnardóttir, leikmaður Rosengård, við hlið Glódísar. Fótbolti.net ræddi við Ingibjörgu á dögunum og spurði hana út í landsliðið og meðal annars leikinn gegn Tékklandi. Þetta er lokahluti viðtalsins við Ingibjörgu.

Fyrsti og annar hluti viðtalsins:
Var í raun betri en þegar hún var valin best - Framlengdi með EM í huga
Hefði viljað halda Amöndu - Spennt að sjá hana undir stjórn Betu

Var auðvitað mjög vonsvikin
Hvernig tókst þú þessu?

„Ég var auðvitað mjög vonsvikin, ég var búin að vera mjög spennt fyrir þessum leik og var ennþá í hefndarhug eftir að hafa klúðrað því að komast á HM þegar við náðum ekki að vinna Tékka. Ég er mjög ánægð fyrir hönd Guðrúnar að Steini hafi viljað gefa henni tækifæri þegar hún var með sjálfstraustið í botni, nýbúin að vinna titil og gaman að sjá að hún fékk tækifærið. Á þeim degi sem maður fær að vita að maður er ekki að fara byrja er maður ekki glaður og ég sem keppnismanneskja vil spila alla leika. Maður verður að taka þessari samkeppni fagnandi, þetta ýtir bara við manni og gerir mann bara betri fyrir vikið."

Sjá einnig:
Guðrún heillaði markadrottninguna - „Hún átti frábæran leik"

Skiptir mestu máli hvernig liðinu gengur
Sást það á þér á þessum degi að þú varst ósátt með liðsvalið?

„Alveg örugglega," sagði Ingibjörg og hló. „Daginn fyrir leik þegar þetta var tilkynnt þá var ég ekki glaðasta manneskjan á vellinum en ég vona að ég hafi allavega sýnt stuðning á leikdegi og ég held ég hafi gert það. Ég lagði mig allavega mikið fram við að gefa Guðrúnu og öllum stelpunum sem voru að spila eins mikinn stuðning og ég gat og reyndi að hjálpa þeim eins mikið og ég gat frá bekknum. Auðvitað langar mig að spila en það hefur alltaf verið þannig hjá mér að það skiptir mestu máli hvernig liðinu gengur."

Samkeppnin ýtir við öllum og er gríðarlega jákvæð fyrir landsliðið
Hvernig horfir þessi samkeppni um miðvarðarstöðuna við þér til framtíðar?

„Mér finnst hún bara spennandi, þetta ýtir við okkur öllum og er gríðarlega jákvætt fyrir landsliðið. Ég held við séum með einhverja sex hafsenta sem geta vel leyst þessar tvær stöður. Ég vorkenni eiginlega bara Steina að þurfa díla við þetta. Maður verður að líta á þetta sem jákvæðan hlut og hvetjandi. Við erum allar keppnismanneskjur og viljum allar bæta okkur. Þetta á bara eftir að gera okkur betri. Ég er bara spennt að sjá hvað verður," sagði Ingibjörg að lokum.

Fyrsti og annar hluti viðtalsins:
Var í raun betri en þegar hún var valin best - Framlengdi með EM í huga
Hefði viljað halda Amöndu - Spennt að sjá hana undir stjórn Betu
Athugasemdir
banner
banner
banner