Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 14. mars 2024 19:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það er gott að vinna og fá hraðan og góðan leik, frammistaðan hefði getað verið betri en úrslitin góð," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór í undanúrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

Undirritaður fannst Þórsarar pressa vel á Blikana og valda þeim miklum vandræðum oft á tíðum.

„Er það? Mér fannst við valda okkur sjálfum mestum vandræðum. Þórsarar vissulega pressuðu hátt og mikill djöfulgangur. Mér fannst við hafa fín tök í fyrri hálfleik, komumst í góðar stöður til að komast í góða forystu. Í seinni hálfleik komu þeir hærra upp með fleiri menn og það voru sannarlega tækifæri til að komast aftur fyrir þá," sagði Dóri.

„Svo fórum við að spila þeirra leik og fara hamra honum í gegn þrátt fyrir að það hafi verið engin pressa á okkur. Þá réttum við þeim spilin og þá voru þeir virkilega öflugir og tóku yfir leikinn á tímabili. Þeir eru mjög góðir í því sem þeir eru góðir í."

Dóri var spurður út í félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals. Gylfi lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann hélt út í atvinnumennsku á sínum tíma.

„Það stillir deildinni upp á hærra plan, eykur umfjöllun og áhuga. Þetta er frábært fyrir Val, frábært fyrir deildina og vonandi frábært fyrir Gylfa. Við tökum honum fagnandi," sagði Dóri.

„Ég held að maður vilji alltaf fá leikmann af þessu kaliberi en við tókum ekki þátt í kapphlaupinu í þetta skiptið."


Athugasemdir
banner
banner
banner