Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markiðið að halda sér uppi.
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
banner
   mán 14. apríl 2025 22:11
Kári Snorrason
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jón Þór var svekktur eftir leik.
Jón Þór var svekktur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA tapaði gegn Stjörnunni fyrr í kvöld á Samsungvellinum. Lokatölur leiksins voru 2-1. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍA

„Hundfúl niðurstaða fyrir okkur. Mér fannst þetta vera 50/50 leikur. Stjarnan kemst tvisvar yfir í leiknum og kannski í hvorugt skiptið með einhver tök á leiknum. Það segir svolítið að það féll þeirra megin í dag."

„Auðvitað geysilega sterkur sigur í fyrsta leik. Mér fannst frammistaðan að mestu leyti mjög jákvæð hér í dag. Grautfúlt að fá ekkert út úr því."

Haukur Andri fékk rautt spjald undir lok leiks.

„Haukur er „passionate" leikmaður. Mjög orku- og kraftmikill. Kannski óþarfi hjá honum að brjóta þarna, fannst mér. Mér fannst dómarinn ekkert þurfa að spjalda hann. Þetta var niðurstaðan og ekkert við því að segja."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner