Luka Kostic, þjálfari Hauka var alsæll með 4-1 sigur sinna manna gegn KA í 2. umferð Inkasso-deildarinnar.
Eftir markalausan fyrri hálfleik sýndu Haukar um miðbik seinni hálfleiks flugeldu sýningu og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla.
Eftir markalausan fyrri hálfleik sýndu Haukar um miðbik seinni hálfleiks flugeldu sýningu og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla.
Lestu um leikinn: Haukar 4 - 1 KA
„Við sjáum það hér að við getum spilað vel gegn svona sterku liði eins og KA. Í hálfleik bættum við, við hlutum sem við lögðum upp með fyrir leikinn og þetta gekk enn betur í seinni hálfleik."
„Við spiluðum þetta skipulag í mörgum leikjum í vetur en það fer líka eftir leikmannahópnum sem er klár. Fyrsti leikurinn á móti Grindavík, þá kom Gunnar Gunnarsson inn í bakvörðinn en hann er meiri miðvörður."
„Hann sýndi mikil gæði í þessum leik og hefur gert það á æfingum. Hann verðskuldaði að vera í byrjunarliðinu. Ég var að móta liðið eftir því hvernig leikmenn standa sig á æfingum og leikjum," sagði Luka sem stillti upp leikkerfinu 3-5-2 en þeir spiluðu 4-4-2 í fyrsta leiknum gegn Grindavík.
„Ég veit ekki hvort við höfum komið KA á óvart. Þeir voru langt frá því að vera slakir. Við vorum harðir varnarlega og það var erfitt að brjóta okkur á bak upp. Ég held að okkar þolinmæði hafi skilað okkur þennan sigur frekar en eitthvað annað. KA spilaði mjög vel en áttu ekki mörg færi en samt sem áður fóru þeir mikið upp kantana og spiluðu skemmtilegan fótbolta en okkar þolinmæði og dugnaður skilaði okkur sigri," sagði þjálfari Hauka Luka Kostic.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir

























