Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 14. maí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur: Pabbi minnir mig of oft á titlasafnið
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þórður Þórðarson.
Þórður Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stefán Teitur Þórðarson var í viðtali við Fótbolta.net í gær. Þar fór hann yfir reynsluferðir til Noregs, fyrstu A-landsleikina, tímabil ÍA í fyrra og breytt hlutverk í liði Skagamanna.

Sjá einnig:
Stefán Teitur: Allt topp náungar í landsliðinu

8 landsliðsmenn sóttir í hús Unnar í Nýlendu á Akranesi er heitið á pistli sem var birtur á Fótbolti.net í janúar í kjölfar þess að Stefán lék með A-landsliðinu.

„Eins og fyrr segir þá lék Stefán Teitur sína fyrstu landsleiki í Bandaríkjunum á dögunum - 64 árum eftir að langafi hans, Þórður Þórðarson og Sveinn Teitsson, fóru með landsliðinu í fyrstu knattspyrnuferðina til Bandaríkjanna 1956, þar sem landsliðið lék þrjá leiki. Stefán var fjórði ættliðurinn í fjölskyldu Esterar og Þórðar, til að leika með landsliðinu," segir í pistli Sigmunds Ó. Steinarssonar.

Fréttaritari spurði Stefán Teit út í fótboltauppeldið. Fann hann fyrir einhverri pressu frá sínu fólk eða einungis stuðningi?

„Nei alls engin slæm pressa bara stuðningur, hvatning og gagnrýni á hvað ég get bætt og gert betur. Ég er alinn upp við að vilja vinna alla leiki."

Hefur það hjálpað Stefáni að pabbi hans hafi spilað á háu getustigi?

„Já það hefur hjálpað að sjá Pabba spila þegar við bjuggum í Svíþjóð og þegar hann spilaði hér heima."

„Auðvitað hjálpar líka að hann er þjálfari sjálfur og ræðum við oft um leikinn. Hann minnir mann þó aðeins of oft á að hann eigi mun fleiri titla en maður sjálfur,"
sagði Stefán léttur.
Athugasemdir
banner
banner