Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. maí 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Málfríður lék sinn 400. mótsleik
Málfríður Erna Sigurðardóttir.
Málfríður Erna Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Málfríður Erna Sigurðardóttir lék í gær sinn 400. mótsleik á ferlinum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

Málfríður, sem er á 38. aldursári, hefur spilað meistaraflokksbolta í meira en 20 ár. Á vefsíðu KSÍ eru hennar fyrstu skráðu leikir í Landssímadeild kvenna.

Hún hefur lengst af leikið með uppeldisfélaginu Val á sínum ferli en einnig hefur hún leikið með Breiðabliki og Stjörnunni. Núna er hún einmitt að spila með Stjörnunni í Garðabæ.

Hún hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni til þessa og spilaði allan leikinn í gær gegn uppeldisfélaginu, Val. Það var vel við hæfi að það var hennar 400. mótsleikur hér á Íslandi.

Málfríður hefur þá á ferlinum spilað 33 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner