Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. júní 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Málaði klefann á heimavelli KA en mætir liðinu á morgun
Túfa mætir sínu gamla félagi á morgun.
Túfa mætir sínu gamla félagi á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Strákarnir fengu gott helgarfrí. Við nýttum frí-ið bæði með því að hvíla aðeins og síðan reyndum við að nota tímann til að æfa vel. Undanfarnar vikur höfum við ekki æft mikið, aðallega recovery og undirbúningur fyrir leiki," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur sem fer norður á Akureyri á morgun og heimsækir þar fyrrum lið sitt, KA í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

„Þetta er spennandi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er að fara norður og keppa á móti KA eftir öll árin sem ég hef verið á Íslandi," sagði Tufa sem tók við liði Grindavíkur fyrir tímabilið eftir að hafa verið bæði leikmaður, aðstoðarþjálfari og þjálfari hjá KA undanfarin ár.

„KA er með rosalega vel mannað lið og frábæra leikmenn og frábæra karaktera. Í dag er ég þjálfari Grindavíkur og allir sem þekkja mig vita að ég er atvinnumaður út í gegn og núna er ég að gefa sál mína og hjarta í Grindavík eins og ég hef gert fyrir KA. Þetta verður leikur sem ég mun gera allt til að ná í þrjú stig," sagði Tufa sem þekkir vel til KA-liðsins.

„Ég þekki þessi leikmenn mjög vel. Aftur á móti er nýr þjálfari og nýtt kerfi sem þeir eru að spila. Ég undirbý mig fyrir þennan leik eins og alla aðra leiki. Ég hef horft á nokkra KA leiki frá því í sumar og verðum vel undirbúnir fyrir það hvernig við ætlum að spila gegn þeim."

Þrátt fyrir að hafa aðeins unnið tvö leiki í deildinni er Grindavík með 10 stig í 6. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍA.

„Ég er ánægður með það hvernig þetta hefur þróast hjá okkur. Miðað við allt þá held ég að það sé mjög gott að við séum komnir með tíu stig. Við værum á geggjuðum stað ef við hefðum fengið tvö aukastig úr þessum jafnteflisleikjum í síðustu tveimur umferðum. Hingað til höfum við verið á góðu róli frá því við töpuðum gegn Breiðabliki í fyrstu umferðinni," sagði Túfa og bendi á að Grindavík séu búnir spila átta leiki án taps.

„Það er gríðarlega sterkt og við viljum halda áfram á sömu braut."

En er Srdjan Tufegdzic ekkert hræddur um að fara í vitlausan klefa á morgun þegar hann mætir á Greifavöllinn?

„Ég held ekki. Ég málaði sjálfur þennan klefa. Ég held að ég fari í réttan klefa," sagði Túfa hlæjandi og bætti við. ,Ég hlakka til að mæta og spila þennan leik á móti frábæru liði."

8. umferð Pepsi Max-deildarinnar:

föstudagur 14. júní
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

laugardagur 15. júní
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
17:00 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner