Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fös 14. júní 2019 21:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Daði Freyr kúl í því sem hann gerði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar lentu 2-0 undir á heimavelli gegn Stjörnunni í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld en komu til baka. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2 og eru liðin áfram jöfn að stigum í deildinni.

FH-ingar fóru 1-0 undir inn í hálfleikinn eftir að hafa klúðrað tveimur dauðafærum í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við fá tvö góð færi í fyrri hálfleik á meðan Stjarnan var kannski sterkari út á vellinum. Upplifunin er sú að þeir hafi verið grimmari út á vellinum og við fáum stór færi í fyrri hálfleiknum sem ég hefði viljað sjá inni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.

„Eftir að hafa lent 2-0 undir og jafna, sýnir að það er fínn karakter í liðinu. Mér fannst við geta fengið meira úr leiknum en við verðum að jafna okkur að þessu og taka þessu."

Hann segist hafa haldið ró sinni í hálfleiknum þrátt fyrir að vera marki undir.

„Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum ekkert að breyta miklu. Við þurftum bara að skerpa aðeins meira á hlutunum og vera aðeins grimmari. Mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleiknum og þetta var leikur sem vantaði alltaf herslumuninn að þetta myndi detta fyrir okkur, síðan komast þeir í 2-0 þá er brekka. Við minnkuðum muninn fljótlega eftir það og það var mjög sérstakt að fara inn í hálfleikinn, 1-0 undir."

Daði Freyr Arnarsson lék í marki FH í kvöld í fjarveru Gunnars Nielsen og Vignis Jóhannessonar. Hann stóð sig virkilega vel í markinu þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk.

„Hann stóð sig feikilega vel og í rauninni ekkert við hann að sakast í þessum mörkum. Annarsvegar víti og síðan skot innan vítateigs. Hann greip vel inn í og varði vel. Hann var kúl í því sem hann var að gera og það er feikilega ánægjulegt að hann skuli stíga svona inn og spila vel," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Athugasemdir
banner