Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 14. júní 2019 21:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Daði Freyr kúl í því sem hann gerði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar lentu 2-0 undir á heimavelli gegn Stjörnunni í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld en komu til baka. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2 og eru liðin áfram jöfn að stigum í deildinni.

FH-ingar fóru 1-0 undir inn í hálfleikinn eftir að hafa klúðrað tveimur dauðafærum í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við fá tvö góð færi í fyrri hálfleik á meðan Stjarnan var kannski sterkari út á vellinum. Upplifunin er sú að þeir hafi verið grimmari út á vellinum og við fáum stór færi í fyrri hálfleiknum sem ég hefði viljað sjá inni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.

„Eftir að hafa lent 2-0 undir og jafna, sýnir að það er fínn karakter í liðinu. Mér fannst við geta fengið meira úr leiknum en við verðum að jafna okkur að þessu og taka þessu."

Hann segist hafa haldið ró sinni í hálfleiknum þrátt fyrir að vera marki undir.

„Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum ekkert að breyta miklu. Við þurftum bara að skerpa aðeins meira á hlutunum og vera aðeins grimmari. Mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleiknum og þetta var leikur sem vantaði alltaf herslumuninn að þetta myndi detta fyrir okkur, síðan komast þeir í 2-0 þá er brekka. Við minnkuðum muninn fljótlega eftir það og það var mjög sérstakt að fara inn í hálfleikinn, 1-0 undir."

Daði Freyr Arnarsson lék í marki FH í kvöld í fjarveru Gunnars Nielsen og Vignis Jóhannessonar. Hann stóð sig virkilega vel í markinu þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk.

„Hann stóð sig feikilega vel og í rauninni ekkert við hann að sakast í þessum mörkum. Annarsvegar víti og síðan skot innan vítateigs. Hann greip vel inn í og varði vel. Hann var kúl í því sem hann var að gera og það er feikilega ánægjulegt að hann skuli stíga svona inn og spila vel," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner