Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 14. júní 2019 21:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Daði Freyr kúl í því sem hann gerði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar lentu 2-0 undir á heimavelli gegn Stjörnunni í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld en komu til baka. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2 og eru liðin áfram jöfn að stigum í deildinni.

FH-ingar fóru 1-0 undir inn í hálfleikinn eftir að hafa klúðrað tveimur dauðafærum í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við fá tvö góð færi í fyrri hálfleik á meðan Stjarnan var kannski sterkari út á vellinum. Upplifunin er sú að þeir hafi verið grimmari út á vellinum og við fáum stór færi í fyrri hálfleiknum sem ég hefði viljað sjá inni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.

„Eftir að hafa lent 2-0 undir og jafna, sýnir að það er fínn karakter í liðinu. Mér fannst við geta fengið meira úr leiknum en við verðum að jafna okkur að þessu og taka þessu."

Hann segist hafa haldið ró sinni í hálfleiknum þrátt fyrir að vera marki undir.

„Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum ekkert að breyta miklu. Við þurftum bara að skerpa aðeins meira á hlutunum og vera aðeins grimmari. Mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleiknum og þetta var leikur sem vantaði alltaf herslumuninn að þetta myndi detta fyrir okkur, síðan komast þeir í 2-0 þá er brekka. Við minnkuðum muninn fljótlega eftir það og það var mjög sérstakt að fara inn í hálfleikinn, 1-0 undir."

Daði Freyr Arnarsson lék í marki FH í kvöld í fjarveru Gunnars Nielsen og Vignis Jóhannessonar. Hann stóð sig virkilega vel í markinu þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk.

„Hann stóð sig feikilega vel og í rauninni ekkert við hann að sakast í þessum mörkum. Annarsvegar víti og síðan skot innan vítateigs. Hann greip vel inn í og varði vel. Hann var kúl í því sem hann var að gera og það er feikilega ánægjulegt að hann skuli stíga svona inn og spila vel," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Athugasemdir
banner