Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fös 14. júní 2019 21:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Daði Freyr kúl í því sem hann gerði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar lentu 2-0 undir á heimavelli gegn Stjörnunni í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld en komu til baka. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2 og eru liðin áfram jöfn að stigum í deildinni.

FH-ingar fóru 1-0 undir inn í hálfleikinn eftir að hafa klúðrað tveimur dauðafærum í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst við fá tvö góð færi í fyrri hálfleik á meðan Stjarnan var kannski sterkari út á vellinum. Upplifunin er sú að þeir hafi verið grimmari út á vellinum og við fáum stór færi í fyrri hálfleiknum sem ég hefði viljað sjá inni," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.

„Eftir að hafa lent 2-0 undir og jafna, sýnir að það er fínn karakter í liðinu. Mér fannst við geta fengið meira úr leiknum en við verðum að jafna okkur að þessu og taka þessu."

Hann segist hafa haldið ró sinni í hálfleiknum þrátt fyrir að vera marki undir.

„Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum ekkert að breyta miklu. Við þurftum bara að skerpa aðeins meira á hlutunum og vera aðeins grimmari. Mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleiknum og þetta var leikur sem vantaði alltaf herslumuninn að þetta myndi detta fyrir okkur, síðan komast þeir í 2-0 þá er brekka. Við minnkuðum muninn fljótlega eftir það og það var mjög sérstakt að fara inn í hálfleikinn, 1-0 undir."

Daði Freyr Arnarsson lék í marki FH í kvöld í fjarveru Gunnars Nielsen og Vignis Jóhannessonar. Hann stóð sig virkilega vel í markinu þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk.

„Hann stóð sig feikilega vel og í rauninni ekkert við hann að sakast í þessum mörkum. Annarsvegar víti og síðan skot innan vítateigs. Hann greip vel inn í og varði vel. Hann var kúl í því sem hann var að gera og það er feikilega ánægjulegt að hann skuli stíga svona inn og spila vel," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Athugasemdir
banner