Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 14. júlí 2020 20:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Auðvitað tekur maður utan um og hughreystir hana
Þarf að vera með killer instinct til að vinna leiki
Kvenaboltinn
Andri var svekktur í leikslok.
Andri var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekktur, við ætluðum að ná í þrjú stig á heimavelli en þetta er kannski einn af þessum dögum þar sem ekkert fellur með manni og svo týpískt klaufamark undir lokin sem setur punktinn yfir iið," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Ég er alls ekki sáttur með spilamennskuna heilt yfir. Við hefðum getað gert miklu miklu betur og verið beittari. Við mættum ekki alveg klárar til leiks, vissum að þetta yrði fætingur og ekkert endilega fallegasti fótboltinn. Stelpurnar reyndu sitt besta og þær fá credit fyrir það. En maður þarf að skora, maður þarf að skjóta og vera með 'killer instinct' til að vinna leiki."

Leikurinn var kaflaskiptur, jafnræði til að byrja með en svo tók FH yfir í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þór/KA réð svo algjörlega ferðinni fram að 70. mínútu eða svo og þá tók FH aftur aðeins völdin fram að markinu.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Ég get bara hrósað FH-liðinu fyrir að mæta hérna kolvitlausar til leiks og að ná í þessi þrjú stig. Að sama skapi lærum við af þessu."

Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þór/KA, átti stórkostlega markvörslu frá Birtu Georgsdóttur í fyrri hálfleik en gerir sig svo seka um mistök þegar skammt er eftir sem kosta mark. Hvað segir Andri við hana eftir leik?

„Auðvitað tekur maður utan um hana og hughreystir hana. Hún er frábær markvörður og má ekki bara einbeita sér að þessu atviki. Hún verður líka að sjá allt það góða sem hún gerði. Ég hef engar áhyggjur af Hörpu, við, þjálfarateymið og liðið, stöndum á bakvið hana og hún mætir kokhraust í næsta leik," sagði Andri.

Nánar er rætt við Andra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner