Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   þri 14. júlí 2020 20:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Auðvitað tekur maður utan um og hughreystir hana
Þarf að vera með killer instinct til að vinna leiki
Kvenaboltinn
Andri var svekktur í leikslok.
Andri var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekktur, við ætluðum að ná í þrjú stig á heimavelli en þetta er kannski einn af þessum dögum þar sem ekkert fellur með manni og svo týpískt klaufamark undir lokin sem setur punktinn yfir iið," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Ég er alls ekki sáttur með spilamennskuna heilt yfir. Við hefðum getað gert miklu miklu betur og verið beittari. Við mættum ekki alveg klárar til leiks, vissum að þetta yrði fætingur og ekkert endilega fallegasti fótboltinn. Stelpurnar reyndu sitt besta og þær fá credit fyrir það. En maður þarf að skora, maður þarf að skjóta og vera með 'killer instinct' til að vinna leiki."

Leikurinn var kaflaskiptur, jafnræði til að byrja með en svo tók FH yfir í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þór/KA réð svo algjörlega ferðinni fram að 70. mínútu eða svo og þá tók FH aftur aðeins völdin fram að markinu.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Ég get bara hrósað FH-liðinu fyrir að mæta hérna kolvitlausar til leiks og að ná í þessi þrjú stig. Að sama skapi lærum við af þessu."

Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þór/KA, átti stórkostlega markvörslu frá Birtu Georgsdóttur í fyrri hálfleik en gerir sig svo seka um mistök þegar skammt er eftir sem kosta mark. Hvað segir Andri við hana eftir leik?

„Auðvitað tekur maður utan um hana og hughreystir hana. Hún er frábær markvörður og má ekki bara einbeita sér að þessu atviki. Hún verður líka að sjá allt það góða sem hún gerði. Ég hef engar áhyggjur af Hörpu, við, þjálfarateymið og liðið, stöndum á bakvið hana og hún mætir kokhraust í næsta leik," sagði Andri.

Nánar er rætt við Andra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner