Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 14. júlí 2020 20:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar: Auðvitað tekur maður utan um og hughreystir hana
Þarf að vera með killer instinct til að vinna leiki
Andri var svekktur í leikslok.
Andri var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekktur, við ætluðum að ná í þrjú stig á heimavelli en þetta er kannski einn af þessum dögum þar sem ekkert fellur með manni og svo týpískt klaufamark undir lokin sem setur punktinn yfir iið," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tap gegn FH.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

„Ég er alls ekki sáttur með spilamennskuna heilt yfir. Við hefðum getað gert miklu miklu betur og verið beittari. Við mættum ekki alveg klárar til leiks, vissum að þetta yrði fætingur og ekkert endilega fallegasti fótboltinn. Stelpurnar reyndu sitt besta og þær fá credit fyrir það. En maður þarf að skora, maður þarf að skjóta og vera með 'killer instinct' til að vinna leiki."

Leikurinn var kaflaskiptur, jafnræði til að byrja með en svo tók FH yfir í seinni hluta fyrri hálfleiks. Þór/KA réð svo algjörlega ferðinni fram að 70. mínútu eða svo og þá tók FH aftur aðeins völdin fram að markinu.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur, liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Ég get bara hrósað FH-liðinu fyrir að mæta hérna kolvitlausar til leiks og að ná í þessi þrjú stig. Að sama skapi lærum við af þessu."

Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þór/KA, átti stórkostlega markvörslu frá Birtu Georgsdóttur í fyrri hálfleik en gerir sig svo seka um mistök þegar skammt er eftir sem kosta mark. Hvað segir Andri við hana eftir leik?

„Auðvitað tekur maður utan um hana og hughreystir hana. Hún er frábær markvörður og má ekki bara einbeita sér að þessu atviki. Hún verður líka að sjá allt það góða sem hún gerði. Ég hef engar áhyggjur af Hörpu, við, þjálfarateymið og liðið, stöndum á bakvið hana og hún mætir kokhraust í næsta leik," sagði Andri.

Nánar er rætt við Andra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner