„Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist þar sem við spiluðum betur en Keflavík að mér fannst. Við fengum betri færi, héldum betur í boltann og að mínu mati áttum við að vinna þennan leik.“ Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis um leikinn eftir að hafa horft á lið sitt gera 0-0 jafntefli við Keflavík í Breiðholti fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 0 Keflavík
Leiknismenn sátu ekki auðum höndum síðasta dag félagaskiptagluggans og fengu miðvörðinn Dusan Brkovic til liðs við sig frá FH. Hann var mættur beint í byrjunarliðið og um komu hans sagði Ólafur.
„Hann stóð sig mjög vel búinn að taka með okkur eina æfingu. Þetta er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem kemur með mikið að borðinu fyrir okkur. Við erum með ungan leikmannahóp og það er gott að fá einn fullorðinn karlmann inn í liðið.“
Annar leikmaður sem rætt var um á gluggadegi í gær er framherjinn Omar Sowe. Hann var orðaður sterklega við Fylki og virtist um stund vera á leið í Árbæinn. Sagan segir þó að hann hafi hafnað Fylkisliðinu og kosið fremur að klára tímabilið með Leikni.
„Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Þetta er frábær leikmaður og mínu mati besti senterinn í þessari deild. Hann á auðvitað heima í Bestu deildinni en við erum ótrúlega ánægðir að hann vilji taka slaginn með okkur.“
Sagði Ólafur Hrannar en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir