Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 14. ágúst 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Óli Hrannar: Gott að fá einn fullorðinn karlmann inn í liðið
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist þar sem við spiluðum betur en Keflavík að mér fannst. Við fengum betri færi, héldum betur í boltann og að mínu mati áttum við að vinna þennan leik.“ Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis um leikinn eftir að hafa horft á lið sitt gera 0-0 jafntefli við Keflavík í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Leiknismenn sátu ekki auðum höndum síðasta dag félagaskiptagluggans og fengu miðvörðinn Dusan Brkovic til liðs við sig frá FH. Hann var mættur beint í byrjunarliðið og um komu hans sagði Ólafur.

„Hann stóð sig mjög vel búinn að taka með okkur eina æfingu. Þetta er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem kemur með mikið að borðinu fyrir okkur. Við erum með ungan leikmannahóp og það er gott að fá einn fullorðinn karlmann inn í liðið.“

Annar leikmaður sem rætt var um á gluggadegi í gær er framherjinn Omar Sowe. Hann var orðaður sterklega við Fylki og virtist um stund vera á leið í Árbæinn. Sagan segir þó að hann hafi hafnað Fylkisliðinu og kosið fremur að klára tímabilið með Leikni.

„Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Þetta er frábær leikmaður og mínu mati besti senterinn í þessari deild. Hann á auðvitað heima í Bestu deildinni en við erum ótrúlega ánægðir að hann vilji taka slaginn með okkur.“

Sagði Ólafur Hrannar en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir