Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 14. ágúst 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Óli Hrannar: Gott að fá einn fullorðinn karlmann inn í liðið
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist þar sem við spiluðum betur en Keflavík að mér fannst. Við fengum betri færi, héldum betur í boltann og að mínu mati áttum við að vinna þennan leik.“ Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis um leikinn eftir að hafa horft á lið sitt gera 0-0 jafntefli við Keflavík í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Leiknismenn sátu ekki auðum höndum síðasta dag félagaskiptagluggans og fengu miðvörðinn Dusan Brkovic til liðs við sig frá FH. Hann var mættur beint í byrjunarliðið og um komu hans sagði Ólafur.

„Hann stóð sig mjög vel búinn að taka með okkur eina æfingu. Þetta er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem kemur með mikið að borðinu fyrir okkur. Við erum með ungan leikmannahóp og það er gott að fá einn fullorðinn karlmann inn í liðið.“

Annar leikmaður sem rætt var um á gluggadegi í gær er framherjinn Omar Sowe. Hann var orðaður sterklega við Fylki og virtist um stund vera á leið í Árbæinn. Sagan segir þó að hann hafi hafnað Fylkisliðinu og kosið fremur að klára tímabilið með Leikni.

„Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Þetta er frábær leikmaður og mínu mati besti senterinn í þessari deild. Hann á auðvitað heima í Bestu deildinni en við erum ótrúlega ánægðir að hann vilji taka slaginn með okkur.“

Sagði Ólafur Hrannar en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner