Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 14. ágúst 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Óli Hrannar: Gott að fá einn fullorðinn karlmann inn í liðið
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist þar sem við spiluðum betur en Keflavík að mér fannst. Við fengum betri færi, héldum betur í boltann og að mínu mati áttum við að vinna þennan leik.“ Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis um leikinn eftir að hafa horft á lið sitt gera 0-0 jafntefli við Keflavík í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Keflavík

Leiknismenn sátu ekki auðum höndum síðasta dag félagaskiptagluggans og fengu miðvörðinn Dusan Brkovic til liðs við sig frá FH. Hann var mættur beint í byrjunarliðið og um komu hans sagði Ólafur.

„Hann stóð sig mjög vel búinn að taka með okkur eina æfingu. Þetta er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem kemur með mikið að borðinu fyrir okkur. Við erum með ungan leikmannahóp og það er gott að fá einn fullorðinn karlmann inn í liðið.“

Annar leikmaður sem rætt var um á gluggadegi í gær er framherjinn Omar Sowe. Hann var orðaður sterklega við Fylki og virtist um stund vera á leið í Árbæinn. Sagan segir þó að hann hafi hafnað Fylkisliðinu og kosið fremur að klára tímabilið með Leikni.

„Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Þetta er frábær leikmaður og mínu mati besti senterinn í þessari deild. Hann á auðvitað heima í Bestu deildinni en við erum ótrúlega ánægðir að hann vilji taka slaginn með okkur.“

Sagði Ólafur Hrannar en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner