„Já menn eru sáttir með að klára síðasta heimaleik með sigri,“ sagði Srdjan Tufegdzic aðstoðarþjálfari KA eftir leik. „Þetta var bara sannfærandi sigur hér í dag. Vorum að spila góðan leik, fullt af færum og bara klárað.“
Lestu um leikinn: KA 3 - 1 Þróttur R.
Það var ekki mikið í húfi fyrir leikinn en það var ekki að sjá á leikmönnum.
„Já já, við vorum að undirbúa leikinn þannig að menn klára þetta með stæl. Sérstaklega eins og ég sagði áðan að þetta var síðasti heimaleikurinn. Menn voru bara ferskir í dag og vel stemmdir að klára leikinn með stolti.“
Nánar er rætt við Tufa í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir






















