Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
banner
   lau 14. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Juve, Napoli og Inter í beinni
Ítalski boltinn fer aftur af stað eftir landsleikjahlé í dag og eru það Ítalíumeistarar Juventus sem stíga fyrstir á svið.

Þeir heimsækja Flórens í spennandi viðureign gegn áhugaverðu liði Fiorentina, sem skipti um eiganda í sumar.

Tveir aðrir leikir fara fram í dag og verða þeir allir sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og 3.

Napoli tekur á móti Sampdoria og mun Hirving Lozano eflaust koma við sögu. Samp hefur farið illa af stað eftir hræðilegt sumar og hafa sérfræðingar spáð því að liðið verði í fallbaráttu stærstan hluta tímabils.

Síðasti leikur dagsins fer fram í Mílanó. Þar á Inter leik við Udinese og er líklegt að Romelu Lukaku og Alexis Sanchez byrji saman í tveggja manna sóknarlínu undir stjórn Antonio Conte.

Leikir dagsins:
13:00 Fiorentina - Juventus
16:00 Napoli - Sampdoria
18:45 Inter - Udinese
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 2 2 0 0 3 0 +3 6
2 Napoli 2 2 0 0 3 0 +3 6
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
6 Inter 2 1 0 1 6 2 +4 3
7 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
8 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
10 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
12 Fiorentina 2 0 2 0 1 1 0 2
13 Cagliari 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Parma 2 0 1 1 1 3 -2 1
17 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir
banner