Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
McAteer kom Walters til varnar - Skaut á Roy Keane
Mynd: Getty Images
Í fyrra opnaði Jon Walters, fyrrum landsliðsmaður Írlands, sig um þá miklu erfiðleika sem hann hefur þurft að glíma við á lífsleiðinni. Hann tjáði sig um þunglyndið sitt og hvernig það hafði áhrif á knattspyrnuferilinn.

Walters starfaði með Roy Keane hjá írska landsliðinu og lenti þeim mikið saman. Keane var ósáttur þegar Walters var ekki liðtækur í landsleiki.

Á dögunum var Keane í löngu sjónvarpsspjalli með Gary Neville og opnuðu þeir sig um ýmsa hluti. Keane vildi fá afsökunarbeiðni frá Sir Alex Ferguson og tjáði einnig um Walters. Hann talaði um Walters sem aumingja sem hefði aldrei unnið bikar og þyrfti að fara í sjónvarpið til að gráta um fjölskylduna sína og láta fólk finna til með sér.

Í kjölfarið sagði Walters frá ruddaskapnum og eineltinu sem hann upplifði frá Keane. Jason McAteer, fyrrum liðsfélagi Keane hjá írska landsliðinu, kom Walters til varnar.

„Við vitum öll hvernig Roy er. Hann segir það sem hann hugsar og það er ekkert sem stöðvar hann, þess vegna er hann mikið í sjónvarpi. Það er oft gaman að horfa á hann en stundum bregst hann sjálfum sér með ummælum sem hann lætur falla um aðra leikmenn," sagið McAteer.

„Ég varð fyrir vonbrigðum þegar Roy talaði um Jon Walters. Jonny er frábær náungi, talsmaður fyrir geðræn vandamál og sagði frá sinni sögu í sjónvarpinu til að hjálpa öðru fólki.

„Ég held að Roy hafi týnst í andrúmsloftinu. Þetta var mjög létt samtal og allir voru hlæjandi. Það var fullt af fólki að horfa úr salnum og hann leyfði kæruleysinu að sigra.

„Eins og Roy sagði um titlana. Hann elskar titlana sína, en í enda dagsins þá geturðu ekki farið á barinn með verðlaunapeningunum. Þeir tala ekki til baka. Ég væri frekar til í að eiga nokkra vini heldur en nokkra bikara."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner